Elías Már með fimm marka forskot á toppnum í Keuken Kampioen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Elías Már Ómarsson fagnar einu marka sinna fyrir Excelsior i vetur en til vinstri er liðsfélagi hans Dylan Seys. Getty/Pim Waslander Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum. Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu. Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk. ! #samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020 Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior. Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum. Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september. Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018. Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020 Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot ! Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli! #samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020 Hollenski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum. Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu. Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk. ! #samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020 Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior. Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum. Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september. Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018. Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020 Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot ! Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli! #samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020
Hollenski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira