Elías Már með fimm marka forskot á toppnum í Keuken Kampioen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Elías Már Ómarsson fagnar einu marka sinna fyrir Excelsior i vetur en til vinstri er liðsfélagi hans Dylan Seys. Getty/Pim Waslander Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum. Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu. Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk. ! #samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020 Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior. Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum. Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september. Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018. Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020 Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot ! Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli! #samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020 Hollenski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum. Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu. Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk. ! #samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020 Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior. Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum. Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september. Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018. Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020 Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot ! Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli! #samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020
Hollenski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira