Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 10:23 Stjórnarandstöðuþingmenn Hong Kong tilkynntu í morgun að þeir ætluðu allir að segja af sér. AP/Vincent Yu Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. Ráðmenn í Peking gáfu yfirvöldum í Hong Kong heimild til að víkja þingmönnum úr starfi ef þeir styðji sjálfstæði Hong Kong, neiti að samþykkja fullveldi Kína yfir borginni, ógni þjóðaröryggi eða hvetji utanaðkomandi aðila til að hafa afskipti af málefnum borgarinnar. Fjórir þingmenn, sem höfðu áður kallað eftir því að önnur ríki beittu Kínverja viðskiptaþvingunum, voru reknir einungis nokkrum mínútum eftir að þessar nýju reglur voru samþykktar í Peking í nótt. Því ákváðu hinir að segja af sér. Samkvæmt South China Morning Post segja stjórnarandstöðuþingmennirnir að aðgerðir yfirvalda séu „fáránlegar“ og að lög Hong Kong hafi í raun verið felld niður. Ekki sé lengur hægt að tala um eitt land, tvö kerfi, eins og fyrirkomulagið hefur lengi verið kallað. https://www.scmp.com/news/hong-kong/politics/article/3109330/top-beijing-body-makes-patriotism-mandatory-hong-kong Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Kommúnistaflokkurinn hefur verið sakaður um að brjóta gegn því samkomulagi með kínverskum öryggislögum, sem tóku gildi þann 1. júlí og er ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil og langvarandi mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong vegna málsins á undanförnu ári. Eftir afsagnirnar verða eingöngu þingmenn sem þykja hliðhollir meginlandinu eftir á þingi Hong Kong. Carrie Lam, sem stjórnar í raun Hong Kong með blessun yfirvalda í Peking, sagði fyrr í dag að ekki standi til að halda sérstakar kosningar vegna brottreksturs þingmannanna fjögurra. Það verði haldnar kosningar eftir níu mánuði en þeim hafði verið frestað um ár vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06 Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48 Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57 Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. Ráðmenn í Peking gáfu yfirvöldum í Hong Kong heimild til að víkja þingmönnum úr starfi ef þeir styðji sjálfstæði Hong Kong, neiti að samþykkja fullveldi Kína yfir borginni, ógni þjóðaröryggi eða hvetji utanaðkomandi aðila til að hafa afskipti af málefnum borgarinnar. Fjórir þingmenn, sem höfðu áður kallað eftir því að önnur ríki beittu Kínverja viðskiptaþvingunum, voru reknir einungis nokkrum mínútum eftir að þessar nýju reglur voru samþykktar í Peking í nótt. Því ákváðu hinir að segja af sér. Samkvæmt South China Morning Post segja stjórnarandstöðuþingmennirnir að aðgerðir yfirvalda séu „fáránlegar“ og að lög Hong Kong hafi í raun verið felld niður. Ekki sé lengur hægt að tala um eitt land, tvö kerfi, eins og fyrirkomulagið hefur lengi verið kallað. https://www.scmp.com/news/hong-kong/politics/article/3109330/top-beijing-body-makes-patriotism-mandatory-hong-kong Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Kommúnistaflokkurinn hefur verið sakaður um að brjóta gegn því samkomulagi með kínverskum öryggislögum, sem tóku gildi þann 1. júlí og er ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil og langvarandi mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong vegna málsins á undanförnu ári. Eftir afsagnirnar verða eingöngu þingmenn sem þykja hliðhollir meginlandinu eftir á þingi Hong Kong. Carrie Lam, sem stjórnar í raun Hong Kong með blessun yfirvalda í Peking, sagði fyrr í dag að ekki standi til að halda sérstakar kosningar vegna brottreksturs þingmannanna fjögurra. Það verði haldnar kosningar eftir níu mánuði en þeim hafði verið frestað um ár vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06 Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48 Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57 Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06
Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48
Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57
Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00
Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15