Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 10:23 Stjórnarandstöðuþingmenn Hong Kong tilkynntu í morgun að þeir ætluðu allir að segja af sér. AP/Vincent Yu Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. Ráðmenn í Peking gáfu yfirvöldum í Hong Kong heimild til að víkja þingmönnum úr starfi ef þeir styðji sjálfstæði Hong Kong, neiti að samþykkja fullveldi Kína yfir borginni, ógni þjóðaröryggi eða hvetji utanaðkomandi aðila til að hafa afskipti af málefnum borgarinnar. Fjórir þingmenn, sem höfðu áður kallað eftir því að önnur ríki beittu Kínverja viðskiptaþvingunum, voru reknir einungis nokkrum mínútum eftir að þessar nýju reglur voru samþykktar í Peking í nótt. Því ákváðu hinir að segja af sér. Samkvæmt South China Morning Post segja stjórnarandstöðuþingmennirnir að aðgerðir yfirvalda séu „fáránlegar“ og að lög Hong Kong hafi í raun verið felld niður. Ekki sé lengur hægt að tala um eitt land, tvö kerfi, eins og fyrirkomulagið hefur lengi verið kallað. https://www.scmp.com/news/hong-kong/politics/article/3109330/top-beijing-body-makes-patriotism-mandatory-hong-kong Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Kommúnistaflokkurinn hefur verið sakaður um að brjóta gegn því samkomulagi með kínverskum öryggislögum, sem tóku gildi þann 1. júlí og er ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil og langvarandi mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong vegna málsins á undanförnu ári. Eftir afsagnirnar verða eingöngu þingmenn sem þykja hliðhollir meginlandinu eftir á þingi Hong Kong. Carrie Lam, sem stjórnar í raun Hong Kong með blessun yfirvalda í Peking, sagði fyrr í dag að ekki standi til að halda sérstakar kosningar vegna brottreksturs þingmannanna fjögurra. Það verði haldnar kosningar eftir níu mánuði en þeim hafði verið frestað um ár vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06 Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48 Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57 Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. Ráðmenn í Peking gáfu yfirvöldum í Hong Kong heimild til að víkja þingmönnum úr starfi ef þeir styðji sjálfstæði Hong Kong, neiti að samþykkja fullveldi Kína yfir borginni, ógni þjóðaröryggi eða hvetji utanaðkomandi aðila til að hafa afskipti af málefnum borgarinnar. Fjórir þingmenn, sem höfðu áður kallað eftir því að önnur ríki beittu Kínverja viðskiptaþvingunum, voru reknir einungis nokkrum mínútum eftir að þessar nýju reglur voru samþykktar í Peking í nótt. Því ákváðu hinir að segja af sér. Samkvæmt South China Morning Post segja stjórnarandstöðuþingmennirnir að aðgerðir yfirvalda séu „fáránlegar“ og að lög Hong Kong hafi í raun verið felld niður. Ekki sé lengur hægt að tala um eitt land, tvö kerfi, eins og fyrirkomulagið hefur lengi verið kallað. https://www.scmp.com/news/hong-kong/politics/article/3109330/top-beijing-body-makes-patriotism-mandatory-hong-kong Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Kommúnistaflokkurinn hefur verið sakaður um að brjóta gegn því samkomulagi með kínverskum öryggislögum, sem tóku gildi þann 1. júlí og er ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil og langvarandi mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong vegna málsins á undanförnu ári. Eftir afsagnirnar verða eingöngu þingmenn sem þykja hliðhollir meginlandinu eftir á þingi Hong Kong. Carrie Lam, sem stjórnar í raun Hong Kong með blessun yfirvalda í Peking, sagði fyrr í dag að ekki standi til að halda sérstakar kosningar vegna brottreksturs þingmannanna fjögurra. Það verði haldnar kosningar eftir níu mánuði en þeim hafði verið frestað um ár vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06 Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48 Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57 Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06
Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48
Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57
Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00
Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15