Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2020 22:32 Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, á bryggjunni á Brjánslæk í kvöld. Fyrir aftan sést í ferjuna Baldur. Egill Aðalsteinsson Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju á Brjánslæk nú síðdegis var hún svo stútfull af vöruflutningabílum, vinnuvélum og fólksbílum að skilja varð fjóra trukka eftir á bryggjunni í Stykkishólmi. Það er rétt eins og sunnanverðir Vestfirðir séu eyja, án þjóðvegakerfis. „Við erum eyja. Þjóðvegakerfið er bara ónýtt, búið að vera lengi. Þannig að við verðum að nota Baldur,“ sagði Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd. Baldur að koma að Brjánslæk undir kvöld eftir siglingu yfir Breiðafjörð. Skilja varð fjóra trukka eftir í Stykkishólmi þar sem ekki var pláss um borð.Egill Aðalsteinsson „Baldur er að koma hér daglega. Hann er allt of lítill og verður því miður að skilja margoft eftir bíla. Og þá verða menn að keyra.“ Þessi mikla þörf á þjónustu Baldurs endurspeglar jafnframt þann þrótt sem er í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Já, já. Þetta er orðið tíu trukkar á dag, bara aðra leiðina. Hér hefur vaxið mjög hratt atvinnulífið. Framleiðslan í laxi og botnfiski og svo er kalkþörungurinn. Þetta gerir það að verkum að við erum orðnir mjög stórir,“ sagði Sigurður, sem jafnframt er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á sama tíma berast fréttir af nýjum verkefnum í samgöngumálum. Þannig eru hafnar framkvæmdir við nýjan veg yfir Dynjandisheiði, vegagerð um Gufudalssveit er að fara af stað og nýbúið að opna Dýrafjarðargöng. En verður hægt að leggja af Breiðafjarðarferjuna þegar allt þetta verður klárt? „Nei, þá verður eftir Klettshálsinn. Hann er alltaf ófær yfir háveturinn þegar verst er og þá verður að hafa Baldur. Við þurfum nýjan Baldur strax og hann verður örugglega í fimmtán ár,“ sagði Sigurður. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá Brjánslæk. Vesturbyggð Stykkishólmur Sjávarútvegur Fiskeldi Tálknafjörður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju á Brjánslæk nú síðdegis var hún svo stútfull af vöruflutningabílum, vinnuvélum og fólksbílum að skilja varð fjóra trukka eftir á bryggjunni í Stykkishólmi. Það er rétt eins og sunnanverðir Vestfirðir séu eyja, án þjóðvegakerfis. „Við erum eyja. Þjóðvegakerfið er bara ónýtt, búið að vera lengi. Þannig að við verðum að nota Baldur,“ sagði Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekanda á sunnanverðum Vestfjörðum, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Brjánslæk á Barðaströnd. Baldur að koma að Brjánslæk undir kvöld eftir siglingu yfir Breiðafjörð. Skilja varð fjóra trukka eftir í Stykkishólmi þar sem ekki var pláss um borð.Egill Aðalsteinsson „Baldur er að koma hér daglega. Hann er allt of lítill og verður því miður að skilja margoft eftir bíla. Og þá verða menn að keyra.“ Þessi mikla þörf á þjónustu Baldurs endurspeglar jafnframt þann þrótt sem er í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Já, já. Þetta er orðið tíu trukkar á dag, bara aðra leiðina. Hér hefur vaxið mjög hratt atvinnulífið. Framleiðslan í laxi og botnfiski og svo er kalkþörungurinn. Þetta gerir það að verkum að við erum orðnir mjög stórir,“ sagði Sigurður, sem jafnframt er stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á sama tíma berast fréttir af nýjum verkefnum í samgöngumálum. Þannig eru hafnar framkvæmdir við nýjan veg yfir Dynjandisheiði, vegagerð um Gufudalssveit er að fara af stað og nýbúið að opna Dýrafjarðargöng. En verður hægt að leggja af Breiðafjarðarferjuna þegar allt þetta verður klárt? „Nei, þá verður eftir Klettshálsinn. Hann er alltaf ófær yfir háveturinn þegar verst er og þá verður að hafa Baldur. Við þurfum nýjan Baldur strax og hann verður örugglega í fimmtán ár,“ sagði Sigurður. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá Brjánslæk.
Vesturbyggð Stykkishólmur Sjávarútvegur Fiskeldi Tálknafjörður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28
Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22