Tollamál úti á túni Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 17:53 Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun