Tugir og sennilega hundruð óbreyttra liggja í valnum í Tigray héraði í Eþíópíu eftir átök síðustu daga að sögn Amnesty International. Samtökin hafa það eftir vitnum á svæðinu að hersveitir sem hliðhollar eru uppreisnaröflum í Tigray héraði og sérstaklega Frelsishreyfingu Tigray hafi átt þátt að ódæðunum.
Yfirvöld í Tigray, sem standa nú í deilum við forsætisráðherra landsins hafna því hinsvegar að hermenn úr röðum Frelsishreyfingarinnar hafi átt nokkurn hlut að máli.
Erfitt er að afla upplýsinga úr héraðinu þar sem símalínur liggja niðri og fjarskipti öll, en bardagar haga geisað á milli stjórnarhers Eþíópíu og Frelsishreyfingarinnar síðustu daga en reynist ásakanir Amnesty á rökum reistar væri það í fyrsta sinn sem fjöldamorð á almennum borgurum eiga sér stað í héraðinu.
Þúsundir hafa þegar flúið Tigray og inn í Súdan og yfirvöld þar segjast munu taka við fólkinu og reisa flóttamannabúðir.