Kári heilt yfir sáttur við næstu aðgerðir: „Þurfum að hlúa að þessu litla fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2020 13:04 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44
Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04