Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 16:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50