Jón Þór um síðustu leiki undankeppninnar: Þetta verða krefjandi leikir, eru erfiðir útivellir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 20:30 Jón Þór Hauksson var töluvert rólegri í viðtalinu en hann er hér. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira