Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 09:55 Landakot. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira