Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 11:45 Almennir borgarar gefa blóð í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, fyrr í vikunni sem ætlað er hermönnum sem særst hafa í átökunum í Tigray-ríki í norður Eþíópíu. Getty/Minasse Wondimu Hailu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. Aukin harka hefur færst í átök sem staðið hafa yfir milli ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, TPLF-flokksins (e. Tigray Peoples Liberation Front), sem ræður ríkjum í Tigray, undanfarna daga. Svo mjög að komið hefur til hernaðarátaka. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir íbúa hafa flúið yfir landamærin til Súdan. Nokkur hundruð hafa látið lífið í átökunum. Ein eldflaugin sem skotið var í gær olli skemmdun á flugvallarsvæði að sögn ríkisstjórnarinnar. TPLF hefur ekki staðfest að bera ábyrgð á árásinni en segir að „hvaða flugvöllur sem er notaður til að ráðast gegn Tigray,“ sé að því er AFP greinir frá, „lögmætt skotmark.“ Eldflaugum var skotið í átt að borgunum Bahir Dar og Gondar í Amhara-ríki seint í gærkvöldi að því er verkefnahópur neyðarstjórnar Eþíópíska ríkisins greinir frá á Twitter. „TPLF er að nota það síðasta sem eftir er af vopnum í vopnabúrum þeirra,“ segir í tístinu þar sem jafnframt er tekið fram að rannsókn sé hafin vegna árásanna. Fréttastofa Rauters hefur eftir embættismanni að ein eldflauganna hafi lent á flugvellinum í Gondar og valdið þar nokkrum skemmdum. Önnur flaug hafi lent rétt fyrir utan flugvöllinn í Bahir Dar. Flugvellirnir tveir eru báðir notaðir af hernum og einnig fyrir flugvélar fyrir almenna farþega. Eldflaugaárásirnar hafa vakið ótta um að átökin í Tigray-ríki kunni að breiðast út víðar um landið. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn TPLF fyrr í þessum mánuði eftir að saka flokkinn um árás á herbúðir landsstjórnarinnar. TPLF hefur hafnað þessum ásökunum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum komið til vopnaðra árása á svæðinu. Eþíópía Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. Aukin harka hefur færst í átök sem staðið hafa yfir milli ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, TPLF-flokksins (e. Tigray Peoples Liberation Front), sem ræður ríkjum í Tigray, undanfarna daga. Svo mjög að komið hefur til hernaðarátaka. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir íbúa hafa flúið yfir landamærin til Súdan. Nokkur hundruð hafa látið lífið í átökunum. Ein eldflaugin sem skotið var í gær olli skemmdun á flugvallarsvæði að sögn ríkisstjórnarinnar. TPLF hefur ekki staðfest að bera ábyrgð á árásinni en segir að „hvaða flugvöllur sem er notaður til að ráðast gegn Tigray,“ sé að því er AFP greinir frá, „lögmætt skotmark.“ Eldflaugum var skotið í átt að borgunum Bahir Dar og Gondar í Amhara-ríki seint í gærkvöldi að því er verkefnahópur neyðarstjórnar Eþíópíska ríkisins greinir frá á Twitter. „TPLF er að nota það síðasta sem eftir er af vopnum í vopnabúrum þeirra,“ segir í tístinu þar sem jafnframt er tekið fram að rannsókn sé hafin vegna árásanna. Fréttastofa Rauters hefur eftir embættismanni að ein eldflauganna hafi lent á flugvellinum í Gondar og valdið þar nokkrum skemmdum. Önnur flaug hafi lent rétt fyrir utan flugvöllinn í Bahir Dar. Flugvellirnir tveir eru báðir notaðir af hernum og einnig fyrir flugvélar fyrir almenna farþega. Eldflaugaárásirnar hafa vakið ótta um að átökin í Tigray-ríki kunni að breiðast út víðar um landið. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn TPLF fyrr í þessum mánuði eftir að saka flokkinn um árás á herbúðir landsstjórnarinnar. TPLF hefur hafnað þessum ásökunum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum komið til vopnaðra árása á svæðinu.
Eþíópía Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira