Skjálftarnir tengjast langvarandi niðurdælingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2020 21:42 Skjálftarnir áttu upptök sín við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni úr Hellisheiðarvirkjun er dælt aftur í jörðu. Vísir/Vilhelm Vísindafólk Orku náttúrunnar telur jarðskjálftana sem urðu á Hengilssvæðinu fyrr í kvöld tengjast spennubreytingum af völdum langvarandi niðurdælingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ON sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. að upptökin voru við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur veirð dælt niður í jörðu síðasta áratug. Sjálftarnir höfðu ekki áhrif á rekstur virkunarinnar. Tilkynningin í heild: „Jarðskjálftar sem urðu á Hengilssvæðinu nú undir kvöld áttu upptök við Húsmúla þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkninni. Vísindafólk ON fylgist vel með þróun mála á svæðinu í kvöld og nótt og er í sambandi við jarðvárvakt Veðurstofunnar. Skjálftarnir höfðu engin áhrif á rekstur virkjunarinnar en þar er unnið rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir urðu í kvöld. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur. Engar breytingar verða gerðar á niðurdælingunni að sinni að minnsta kosti, enda eru breytingar á tilhögun hennar taldar auka líkur á skjálftavirkni.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12 Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur jarðskjálftana sem urðu á Hengilssvæðinu fyrr í kvöld tengjast spennubreytingum af völdum langvarandi niðurdælingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ON sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. að upptökin voru við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur veirð dælt niður í jörðu síðasta áratug. Sjálftarnir höfðu ekki áhrif á rekstur virkunarinnar. Tilkynningin í heild: „Jarðskjálftar sem urðu á Hengilssvæðinu nú undir kvöld áttu upptök við Húsmúla þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkninni. Vísindafólk ON fylgist vel með þróun mála á svæðinu í kvöld og nótt og er í sambandi við jarðvárvakt Veðurstofunnar. Skjálftarnir höfðu engin áhrif á rekstur virkjunarinnar en þar er unnið rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir urðu í kvöld. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur. Engar breytingar verða gerðar á niðurdælingunni að sinni að minnsta kosti, enda eru breytingar á tilhögun hennar taldar auka líkur á skjálftavirkni.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12 Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12
Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31