Hverjir fengu svo að kaupa íbúðirnar? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2020 22:33 Í júní s.l. barst greinarhöfundi svar félags- og barnamálaráðherra um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs sem átti sér stað á tíu ára tímabili. Ráðherrann hafði þá tekið sér á þriðja ár til að bera fram svar við upphaflegri fyrirspurn og farið með því á svig við lög um þingsköp ogg ráðherraábyrgð. Í svari ráðherrans kom m.a. fram að íbúðirnar hefðu verið seldar á markaðsverði. Eftir á að sannreyna það. Síðan svar ráðherrans barst hefur farið fram nokkur vinna við að gaumgæfa hvaða aðilar keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði. Það er ekki áhlaupsverk enda um rúmar fjögur þúsund íbúðir að ræða. Í hópi kaupenda er fjöldi einstaklinga auk marga lögaðila.Það mun því taka nokkurn tíma að finna svar við upphaflegri spurningu. Fljótlega var hafist handa við að kanna eignarhald eins þeirra lögaðila sem keypti um 370 fullnustueignir af Íbúðalánasjóði. Fyrirtækið sem um ræðir er B.K. eignir ehf. Fyrirtækið hefur skipt nokkrum sinnum um nafn síðan árið 2013 og heitir nú Alma-BK. Heimildir herma að nú sé leitast við að selja fyrirtækið úr landi líkt og gert var með fyrirtækið Heimavelli fyrr á árinu. Hvað sem því líður var leitast við að kanna eigendahóp fyrirtækisins á þeim tíma sem kaup félagsins á fullnustueignum átti sér stað. Stuðst var við upplýsingar Skattsins (RSK) sem eru öllum opnar í sumum tilfellum gegn gjaldi. Eigendalisti fyrirtækisins árið 2015 var skv. ársreikningum félagsins og upplýsingum RSK sem hér segir ásamt skýringum greinarhöfundar: Jon Salisbury 0,73% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Joseph Stewart 3,64% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Cappucino Partners 7,28% - Félag á Bresku Jómfrúareyjum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum. 240364-7949 Óli Þór Barðdal 9,23% - framkvæmdastjóri BK eigna árið 2015. 540313-0830 Omega ehf. 27,29% - Eigendur Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, samverkamenn Björgúlfs Thors Björgúlfssonar. Fyrirtækið er skráð til heimilis á Óðinsgötu 7 líkt og Novator. 650313-0620 Olafsson & co ehf. 2,09% - Eigendur Svala Björk Arnardóttir og Þorsteinn Gunnar Ólafsson búsett í Luxembourg. 500811-0130 M ehf. 8,82% - Eigandi Þorsteinn M. Jónsson búsettur í Luxembourg. 410612-1430 JÖKÁ ehf. 14,56% - Eigendur Jóhann Tómas Zimsen búsettur í Svíþjóð og Jón Pétur Zimsen. 650313-0380 HAKK ehf. 5,46% - Eigandi Guðjón Karl Reynisson búsettur í Bretlandi. 450201-2270 Fjallatindar ehf 1,82% - Eigendur Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 521112-0770 BMA ehf. 3,61% - Eigendur Þórdís Edwald, Ármann Harri Þorvaldsson. 081246-2629 Baldur Guðlaugsson 4,55% 630307-1630 Alvar Invest ehf 1,82% - Eigandi Halldór Vilhjálmsson. 521011-0760 147 ehf. 9,10% - Eigendur Gunnar Adam Ingvarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Eigendalistinn er birtur í upplýsingaskyni. Engar upplýsingar liggja fyrir um söluskilmála eigna sem BK eignir keyptu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í júní s.l. barst greinarhöfundi svar félags- og barnamálaráðherra um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs sem átti sér stað á tíu ára tímabili. Ráðherrann hafði þá tekið sér á þriðja ár til að bera fram svar við upphaflegri fyrirspurn og farið með því á svig við lög um þingsköp ogg ráðherraábyrgð. Í svari ráðherrans kom m.a. fram að íbúðirnar hefðu verið seldar á markaðsverði. Eftir á að sannreyna það. Síðan svar ráðherrans barst hefur farið fram nokkur vinna við að gaumgæfa hvaða aðilar keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði. Það er ekki áhlaupsverk enda um rúmar fjögur þúsund íbúðir að ræða. Í hópi kaupenda er fjöldi einstaklinga auk marga lögaðila.Það mun því taka nokkurn tíma að finna svar við upphaflegri spurningu. Fljótlega var hafist handa við að kanna eignarhald eins þeirra lögaðila sem keypti um 370 fullnustueignir af Íbúðalánasjóði. Fyrirtækið sem um ræðir er B.K. eignir ehf. Fyrirtækið hefur skipt nokkrum sinnum um nafn síðan árið 2013 og heitir nú Alma-BK. Heimildir herma að nú sé leitast við að selja fyrirtækið úr landi líkt og gert var með fyrirtækið Heimavelli fyrr á árinu. Hvað sem því líður var leitast við að kanna eigendahóp fyrirtækisins á þeim tíma sem kaup félagsins á fullnustueignum átti sér stað. Stuðst var við upplýsingar Skattsins (RSK) sem eru öllum opnar í sumum tilfellum gegn gjaldi. Eigendalisti fyrirtækisins árið 2015 var skv. ársreikningum félagsins og upplýsingum RSK sem hér segir ásamt skýringum greinarhöfundar: Jon Salisbury 0,73% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Joseph Stewart 3,64% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Cappucino Partners 7,28% - Félag á Bresku Jómfrúareyjum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum. 240364-7949 Óli Þór Barðdal 9,23% - framkvæmdastjóri BK eigna árið 2015. 540313-0830 Omega ehf. 27,29% - Eigendur Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, samverkamenn Björgúlfs Thors Björgúlfssonar. Fyrirtækið er skráð til heimilis á Óðinsgötu 7 líkt og Novator. 650313-0620 Olafsson & co ehf. 2,09% - Eigendur Svala Björk Arnardóttir og Þorsteinn Gunnar Ólafsson búsett í Luxembourg. 500811-0130 M ehf. 8,82% - Eigandi Þorsteinn M. Jónsson búsettur í Luxembourg. 410612-1430 JÖKÁ ehf. 14,56% - Eigendur Jóhann Tómas Zimsen búsettur í Svíþjóð og Jón Pétur Zimsen. 650313-0380 HAKK ehf. 5,46% - Eigandi Guðjón Karl Reynisson búsettur í Bretlandi. 450201-2270 Fjallatindar ehf 1,82% - Eigendur Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 521112-0770 BMA ehf. 3,61% - Eigendur Þórdís Edwald, Ármann Harri Þorvaldsson. 081246-2629 Baldur Guðlaugsson 4,55% 630307-1630 Alvar Invest ehf 1,82% - Eigandi Halldór Vilhjálmsson. 521011-0760 147 ehf. 9,10% - Eigendur Gunnar Adam Ingvarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Eigendalistinn er birtur í upplýsingaskyni. Engar upplýsingar liggja fyrir um söluskilmála eigna sem BK eignir keyptu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun