Hverjir fengu svo að kaupa íbúðirnar? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2020 22:33 Í júní s.l. barst greinarhöfundi svar félags- og barnamálaráðherra um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs sem átti sér stað á tíu ára tímabili. Ráðherrann hafði þá tekið sér á þriðja ár til að bera fram svar við upphaflegri fyrirspurn og farið með því á svig við lög um þingsköp ogg ráðherraábyrgð. Í svari ráðherrans kom m.a. fram að íbúðirnar hefðu verið seldar á markaðsverði. Eftir á að sannreyna það. Síðan svar ráðherrans barst hefur farið fram nokkur vinna við að gaumgæfa hvaða aðilar keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði. Það er ekki áhlaupsverk enda um rúmar fjögur þúsund íbúðir að ræða. Í hópi kaupenda er fjöldi einstaklinga auk marga lögaðila.Það mun því taka nokkurn tíma að finna svar við upphaflegri spurningu. Fljótlega var hafist handa við að kanna eignarhald eins þeirra lögaðila sem keypti um 370 fullnustueignir af Íbúðalánasjóði. Fyrirtækið sem um ræðir er B.K. eignir ehf. Fyrirtækið hefur skipt nokkrum sinnum um nafn síðan árið 2013 og heitir nú Alma-BK. Heimildir herma að nú sé leitast við að selja fyrirtækið úr landi líkt og gert var með fyrirtækið Heimavelli fyrr á árinu. Hvað sem því líður var leitast við að kanna eigendahóp fyrirtækisins á þeim tíma sem kaup félagsins á fullnustueignum átti sér stað. Stuðst var við upplýsingar Skattsins (RSK) sem eru öllum opnar í sumum tilfellum gegn gjaldi. Eigendalisti fyrirtækisins árið 2015 var skv. ársreikningum félagsins og upplýsingum RSK sem hér segir ásamt skýringum greinarhöfundar: Jon Salisbury 0,73% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Joseph Stewart 3,64% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Cappucino Partners 7,28% - Félag á Bresku Jómfrúareyjum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum. 240364-7949 Óli Þór Barðdal 9,23% - framkvæmdastjóri BK eigna árið 2015. 540313-0830 Omega ehf. 27,29% - Eigendur Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, samverkamenn Björgúlfs Thors Björgúlfssonar. Fyrirtækið er skráð til heimilis á Óðinsgötu 7 líkt og Novator. 650313-0620 Olafsson & co ehf. 2,09% - Eigendur Svala Björk Arnardóttir og Þorsteinn Gunnar Ólafsson búsett í Luxembourg. 500811-0130 M ehf. 8,82% - Eigandi Þorsteinn M. Jónsson búsettur í Luxembourg. 410612-1430 JÖKÁ ehf. 14,56% - Eigendur Jóhann Tómas Zimsen búsettur í Svíþjóð og Jón Pétur Zimsen. 650313-0380 HAKK ehf. 5,46% - Eigandi Guðjón Karl Reynisson búsettur í Bretlandi. 450201-2270 Fjallatindar ehf 1,82% - Eigendur Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 521112-0770 BMA ehf. 3,61% - Eigendur Þórdís Edwald, Ármann Harri Þorvaldsson. 081246-2629 Baldur Guðlaugsson 4,55% 630307-1630 Alvar Invest ehf 1,82% - Eigandi Halldór Vilhjálmsson. 521011-0760 147 ehf. 9,10% - Eigendur Gunnar Adam Ingvarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Eigendalistinn er birtur í upplýsingaskyni. Engar upplýsingar liggja fyrir um söluskilmála eigna sem BK eignir keyptu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í júní s.l. barst greinarhöfundi svar félags- og barnamálaráðherra um sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs sem átti sér stað á tíu ára tímabili. Ráðherrann hafði þá tekið sér á þriðja ár til að bera fram svar við upphaflegri fyrirspurn og farið með því á svig við lög um þingsköp ogg ráðherraábyrgð. Í svari ráðherrans kom m.a. fram að íbúðirnar hefðu verið seldar á markaðsverði. Eftir á að sannreyna það. Síðan svar ráðherrans barst hefur farið fram nokkur vinna við að gaumgæfa hvaða aðilar keyptu íbúðir af Íbúðalánasjóði. Það er ekki áhlaupsverk enda um rúmar fjögur þúsund íbúðir að ræða. Í hópi kaupenda er fjöldi einstaklinga auk marga lögaðila.Það mun því taka nokkurn tíma að finna svar við upphaflegri spurningu. Fljótlega var hafist handa við að kanna eignarhald eins þeirra lögaðila sem keypti um 370 fullnustueignir af Íbúðalánasjóði. Fyrirtækið sem um ræðir er B.K. eignir ehf. Fyrirtækið hefur skipt nokkrum sinnum um nafn síðan árið 2013 og heitir nú Alma-BK. Heimildir herma að nú sé leitast við að selja fyrirtækið úr landi líkt og gert var með fyrirtækið Heimavelli fyrr á árinu. Hvað sem því líður var leitast við að kanna eigendahóp fyrirtækisins á þeim tíma sem kaup félagsins á fullnustueignum átti sér stað. Stuðst var við upplýsingar Skattsins (RSK) sem eru öllum opnar í sumum tilfellum gegn gjaldi. Eigendalisti fyrirtækisins árið 2015 var skv. ársreikningum félagsins og upplýsingum RSK sem hér segir ásamt skýringum greinarhöfundar: Jon Salisbury 0,73% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Joseph Stewart 3,64% - Greinarhöfundur veit ekki deili á viðkomandi. Cappucino Partners 7,28% - Félag á Bresku Jómfrúareyjum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum. 240364-7949 Óli Þór Barðdal 9,23% - framkvæmdastjóri BK eigna árið 2015. 540313-0830 Omega ehf. 27,29% - Eigendur Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, samverkamenn Björgúlfs Thors Björgúlfssonar. Fyrirtækið er skráð til heimilis á Óðinsgötu 7 líkt og Novator. 650313-0620 Olafsson & co ehf. 2,09% - Eigendur Svala Björk Arnardóttir og Þorsteinn Gunnar Ólafsson búsett í Luxembourg. 500811-0130 M ehf. 8,82% - Eigandi Þorsteinn M. Jónsson búsettur í Luxembourg. 410612-1430 JÖKÁ ehf. 14,56% - Eigendur Jóhann Tómas Zimsen búsettur í Svíþjóð og Jón Pétur Zimsen. 650313-0380 HAKK ehf. 5,46% - Eigandi Guðjón Karl Reynisson búsettur í Bretlandi. 450201-2270 Fjallatindar ehf 1,82% - Eigendur Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 521112-0770 BMA ehf. 3,61% - Eigendur Þórdís Edwald, Ármann Harri Þorvaldsson. 081246-2629 Baldur Guðlaugsson 4,55% 630307-1630 Alvar Invest ehf 1,82% - Eigandi Halldór Vilhjálmsson. 521011-0760 147 ehf. 9,10% - Eigendur Gunnar Adam Ingvarsson og Garðar K. Vilhjálmsson. Eigendalistinn er birtur í upplýsingaskyni. Engar upplýsingar liggja fyrir um söluskilmála eigna sem BK eignir keyptu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar