Hágrét í viðtali eftir að San Marínó náði aftur í stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 12:31 Dante Carlos Rossi var að spila sinn fimmta landsleik fyrir San Marinó en þeir hafa allir verið á árinu 2020. Getty/Jonathan Moscrop Þjóðadeildin skiptir sumar þjóðir alveg gríðarlega miklu máli og það sást vel á sjónvarpsviðtali við varnarmann San Marínó. Dante Rossi, varnarmaður San Marinó, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali eftir að San Marinó hafði gert markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni. Rossi kom í viðtal eftir að San Marinó hafði þarna náð í stig í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Báðir leikirnir hafa endað með marklausu jafntefli, fyrst á móti Liechtenstein og svo á móti Gíbraltar. Rossi og félagar í vörninni hafa því haldið hreinu í báðum leikjunum. Dante Rossi bursts into tears after helping minnows San Marino to historic back-to-back draws https://t.co/fssZfGtt3K— MailOnline Sport (@MailSport) November 15, 2020 Dante Rossi réð ekki við tilfinningarnar í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði að ég ætlaði ekki að gráta en ég mun gráta. Þetta er gjöf til litlu, stóru, stóru þjóðar minnar,“ sagði Dante Rossi sem er fæddur í Argentínu en spilaði í fyrsta sinn fyrir San Marinó í september síðastliðnum. San Marinó missti fyrirliðann Davide Simoncini af velli með rautt spjald á 49. mínútu en náði að landa stigi tíu á móti ellefu. „Þetta er eins og draumur fyrir mig og ég á ekki mörg orð. Fjölskyldan mín er ánægð og eiginkonan líka. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllu starfsfólkinu. Við höldum vonandi áfram á þessari braut sem lengst,“ sagði Rossi „Ég tileinka þjóðinni þetta jafntefli. Við erum lítil þjóð en erum með stórt hjarta. Ég bið fjölskyldu mína, eiginkonuna og alla vinina samt afsökunar á þessum tárum,“ sagði Dante Rossi. San Marinó hefur aðeins unnið einn leik frá upphafi og það var 1-0 sigur á Liechtenstein í vináttulandsleik árið 2004. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Þjóðadeildin skiptir sumar þjóðir alveg gríðarlega miklu máli og það sást vel á sjónvarpsviðtali við varnarmann San Marínó. Dante Rossi, varnarmaður San Marinó, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali eftir að San Marinó hafði gert markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni. Rossi kom í viðtal eftir að San Marinó hafði þarna náð í stig í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Báðir leikirnir hafa endað með marklausu jafntefli, fyrst á móti Liechtenstein og svo á móti Gíbraltar. Rossi og félagar í vörninni hafa því haldið hreinu í báðum leikjunum. Dante Rossi bursts into tears after helping minnows San Marino to historic back-to-back draws https://t.co/fssZfGtt3K— MailOnline Sport (@MailSport) November 15, 2020 Dante Rossi réð ekki við tilfinningarnar í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði að ég ætlaði ekki að gráta en ég mun gráta. Þetta er gjöf til litlu, stóru, stóru þjóðar minnar,“ sagði Dante Rossi sem er fæddur í Argentínu en spilaði í fyrsta sinn fyrir San Marinó í september síðastliðnum. San Marinó missti fyrirliðann Davide Simoncini af velli með rautt spjald á 49. mínútu en náði að landa stigi tíu á móti ellefu. „Þetta er eins og draumur fyrir mig og ég á ekki mörg orð. Fjölskyldan mín er ánægð og eiginkonan líka. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllu starfsfólkinu. Við höldum vonandi áfram á þessari braut sem lengst,“ sagði Rossi „Ég tileinka þjóðinni þetta jafntefli. Við erum lítil þjóð en erum með stórt hjarta. Ég bið fjölskyldu mína, eiginkonuna og alla vinina samt afsökunar á þessum tárum,“ sagði Dante Rossi. San Marinó hefur aðeins unnið einn leik frá upphafi og það var 1-0 sigur á Liechtenstein í vináttulandsleik árið 2004.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira