Hamrén hló að spurningunni um Álaborg Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 19:31 Erik Hamrén á hliðarlínunni á Parken í gærkvöld á sínum næstsíðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Lars Ronbog Erik Hamrén, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, gæti verið að taka við danska úrvalsdeildarfélaginu AaB þegar hann lætur af störfum fyrir KSÍ. Hamrén hló þegar hann var spurður hvort hann tæki við AaB, eftir 2-1 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í gærkvöld: „Það hefur allt sinn tíma. Ég veit ekki hvað ég geri. Ég er ekki með neitt í gangi núna og hef ekki verið í sambandi við neitt félag. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Hamrén sem var þá spurður hvort að hann útilokaði að taka við AaB. „Haha, við sjáum hvað gerist,“ svaraði Hamrén. Hamrén tilkynnti um helgina að hans síðasti leikur sem þjálfari Íslands yrði gegn Englandi á miðvikudaginn. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018. Þessi 63 ára gamli Svíi er nú orðaður við AaB í Álaborg en þar var hann við stjórnvölinn á árunum 2004-2008. Liðið varð Danmerkurmeistari á lokaárinu, og Hamrén fór svo til Rosenborg þar sem hann varð norskur meistari áður en hann sneri sér að þjálfun sænska landsliðsins. AaB er í þjálfaraleit eftir að Jacob Friis hætti vegna veikinda dóttur sinnar. Inge André Olsen, íþróttastjóri AaB, viðurkenndi í samtali við bold.dk um helgina að Hamrén væri í miklum metum í Álaborg en vildi ekkert segja til um hvort hann kæmi til greina sem næsti þjálfari liðsins. AaB er í 6. sæti af liðunum 12 í dönsku úrvalsdeildinni, eftir átta umferðir. Þjóðadeild UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Erik Hamrén, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, gæti verið að taka við danska úrvalsdeildarfélaginu AaB þegar hann lætur af störfum fyrir KSÍ. Hamrén hló þegar hann var spurður hvort hann tæki við AaB, eftir 2-1 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í gærkvöld: „Það hefur allt sinn tíma. Ég veit ekki hvað ég geri. Ég er ekki með neitt í gangi núna og hef ekki verið í sambandi við neitt félag. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Hamrén sem var þá spurður hvort að hann útilokaði að taka við AaB. „Haha, við sjáum hvað gerist,“ svaraði Hamrén. Hamrén tilkynnti um helgina að hans síðasti leikur sem þjálfari Íslands yrði gegn Englandi á miðvikudaginn. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018. Þessi 63 ára gamli Svíi er nú orðaður við AaB í Álaborg en þar var hann við stjórnvölinn á árunum 2004-2008. Liðið varð Danmerkurmeistari á lokaárinu, og Hamrén fór svo til Rosenborg þar sem hann varð norskur meistari áður en hann sneri sér að þjálfun sænska landsliðsins. AaB er í þjálfaraleit eftir að Jacob Friis hætti vegna veikinda dóttur sinnar. Inge André Olsen, íþróttastjóri AaB, viðurkenndi í samtali við bold.dk um helgina að Hamrén væri í miklum metum í Álaborg en vildi ekkert segja til um hvort hann kæmi til greina sem næsti þjálfari liðsins. AaB er í 6. sæti af liðunum 12 í dönsku úrvalsdeildinni, eftir átta umferðir.
Þjóðadeild UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36
Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15