Hamfarasvæði aftur í hættu vegna fellibyljarins Jóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 16:05 Tveir karlmenn bera ófríska konu og ungbarn í gegnum flóðvatn eftir fellibylinn Eta í Planeta í Hondúras 5. nóvember. Nú stefnir fellibylurinn Jóta sömu leið og Eta. AP/Delmer Martinez Fellibylnum Jóta óx afl hratt í Karíbahafi í dag og er nú orðinn að fimmta stigs fellibyl. Hann virðist nú stefna á hamfarasvæði í Mið-Ameríku sem urðu illa úti í fellibylnum Eta fyrr í þessum mánuði. Vindhraðinn við miðju Jóta mældist meira en 72 metrar á sekúndu, að sögn Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna. Bylurinn er nú yfir vestanverðu Karíbahafi utan við strendur Níkaragva og Hondúras og þokast í vesturátt. Stofnunin telur að hann gangi á land í Mið-Ameríku í nótt og varar við hamfaraóveðri, lífshættulegum sjávarflóðum og úrhellisrigningu. Þegar er byrjað að rýma svæði á láglendi í kringum landamæri ríkjanna tveggja. Yfirvöld vara við því að Jóta gangi líklega á land þar sem aurskriður og flóð ollu mannskaða og eignatjóni í fellibylnum Eta fyrir innan við tveimur vikum. Spáð er að sjávarflóð sem fylgja bylnum geti orðið allt frá 3,6 til 5,5 metrum yfir hefðbundinni sjávarstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir 200-400 millímetra úrkomu í norðanverðu Níkaragva, Hondúras, Gvatemala og sunnanverðu Belís. Á einstaka stað gæti úrkoman náð allt að 750 millímetrum. Til samanburðar var ársúrkoma í 713,6 millímetrar í Stykkishólmi fyrra, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Varað er við hættu á úrhelli og flóðum í Kosta Ríka og Panama sömuleiðis. #Iota has become a category 5 hurricane and is forecast to bring catastrophic winds, life-threatening storm surge, and torrential rainfall to Central America. https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/w6oof46Ley— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) November 16, 2020 Rýma svæði á láglendi Þegar var byrjað að rigna í Níkaragva í gærkvöldi. Íbúar í strandborginni Bilwi er sagt hafa flykst á markaði og verkfæraverslanir til að birgja sig upp af plastdúkum, nöglum og öðrum búnaði til þess að verja heimili sín fyrir veðurofsanum. Um 1.500 manns hafa yfirgefið heimili sín á láglendissvæðum í norðaustanverðu Níkaragva, helmingur þeirra börn. Yfirvöld telja að 83.000 manns á svæðinu séu í hættu vegna fellibyljarins. Í Hondúras er viðvörun ígildi fyrir allt landið. Byrjað var að flytja íbúa frá hættusvæðum um helgina. Í gærkvöldi hafði 63.500 manns verið komið fyrir í 379 skýlum á norðanverðri standlengjunni. Að minnsta kosti 120 manns fórust í skyndiflóðum og aurskriðum sem fylgdu fellibylnum Etu í Níkaragva. Hann var þá fjórða stigs fellibylur. Olli Eta einnig usla á Kúbu, Flórída og víðar við Mexíkóflóa. Gervihnattarmynd af Jóta undan ströndum Mið-Ameríku á hádegi að íslenskum tíma í dag.AP/NOAA Hraður vöxtur fylgifiskur hlýnunar Jóta hefur vaxið hratt að styrk síðustu sólarhringana. Hann varð að fellibyl á sunnudagsmorgun og er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur. Fellibyljatímabilið í Norður-Atlantshafi hefur verið sérstaklega tíðindamikið í ár. Jóta er þrítugasti fellibylurinn sem hlýtur nafn og sá níundi sem vex hratt að styrk. Byljirnir í ár eru svo margir að veðurfræðingar kláruðu lista af fyrirfram ákveðnum heitum og hafa síðan þurft að leita í gríska stafrófið. Lengi hefur verið varað við því að loftslagsbreytingar af völdum manna gæti gert fellibylji öflugri en áður og að þeir geti eflst hraðar vegna hærri sjávarhita. Vísindamenn tala um hraða styrkingu fellibyljar auki hann vindstyrk sinn um 15,6 metra á sekúndu á einum sólarhring. Jóta jók sinn styrk tvöfalt meira en það á tuttugu og fjórum klukkustundum, að sögn AP. Aldrei áður hafa tveir fellibyljir á Atlantshafi náð meira en 30,6 metrum á sekúndu í nóvember líkt og Jóta og Eta gerðu. Fellibyljatímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 30. nóvember. Rannsókn sem greint var frá í síðustu viku fann fylgni á milli vaxandi sjávarhita og þess að fellibyljum þverr nú síður kraftur þegar þeir ganga á land en áður vegna hnattrænnar hlýnunar. Níkaragva Hondúras Loftslagsmál Tengdar fréttir Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fellibylnum Jóta óx afl hratt í Karíbahafi í dag og er nú orðinn að fimmta stigs fellibyl. Hann virðist nú stefna á hamfarasvæði í Mið-Ameríku sem urðu illa úti í fellibylnum Eta fyrr í þessum mánuði. Vindhraðinn við miðju Jóta mældist meira en 72 metrar á sekúndu, að sögn Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna. Bylurinn er nú yfir vestanverðu Karíbahafi utan við strendur Níkaragva og Hondúras og þokast í vesturátt. Stofnunin telur að hann gangi á land í Mið-Ameríku í nótt og varar við hamfaraóveðri, lífshættulegum sjávarflóðum og úrhellisrigningu. Þegar er byrjað að rýma svæði á láglendi í kringum landamæri ríkjanna tveggja. Yfirvöld vara við því að Jóta gangi líklega á land þar sem aurskriður og flóð ollu mannskaða og eignatjóni í fellibylnum Eta fyrir innan við tveimur vikum. Spáð er að sjávarflóð sem fylgja bylnum geti orðið allt frá 3,6 til 5,5 metrum yfir hefðbundinni sjávarstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir 200-400 millímetra úrkomu í norðanverðu Níkaragva, Hondúras, Gvatemala og sunnanverðu Belís. Á einstaka stað gæti úrkoman náð allt að 750 millímetrum. Til samanburðar var ársúrkoma í 713,6 millímetrar í Stykkishólmi fyrra, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Varað er við hættu á úrhelli og flóðum í Kosta Ríka og Panama sömuleiðis. #Iota has become a category 5 hurricane and is forecast to bring catastrophic winds, life-threatening storm surge, and torrential rainfall to Central America. https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/w6oof46Ley— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) November 16, 2020 Rýma svæði á láglendi Þegar var byrjað að rigna í Níkaragva í gærkvöldi. Íbúar í strandborginni Bilwi er sagt hafa flykst á markaði og verkfæraverslanir til að birgja sig upp af plastdúkum, nöglum og öðrum búnaði til þess að verja heimili sín fyrir veðurofsanum. Um 1.500 manns hafa yfirgefið heimili sín á láglendissvæðum í norðaustanverðu Níkaragva, helmingur þeirra börn. Yfirvöld telja að 83.000 manns á svæðinu séu í hættu vegna fellibyljarins. Í Hondúras er viðvörun ígildi fyrir allt landið. Byrjað var að flytja íbúa frá hættusvæðum um helgina. Í gærkvöldi hafði 63.500 manns verið komið fyrir í 379 skýlum á norðanverðri standlengjunni. Að minnsta kosti 120 manns fórust í skyndiflóðum og aurskriðum sem fylgdu fellibylnum Etu í Níkaragva. Hann var þá fjórða stigs fellibylur. Olli Eta einnig usla á Kúbu, Flórída og víðar við Mexíkóflóa. Gervihnattarmynd af Jóta undan ströndum Mið-Ameríku á hádegi að íslenskum tíma í dag.AP/NOAA Hraður vöxtur fylgifiskur hlýnunar Jóta hefur vaxið hratt að styrk síðustu sólarhringana. Hann varð að fellibyl á sunnudagsmorgun og er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur. Fellibyljatímabilið í Norður-Atlantshafi hefur verið sérstaklega tíðindamikið í ár. Jóta er þrítugasti fellibylurinn sem hlýtur nafn og sá níundi sem vex hratt að styrk. Byljirnir í ár eru svo margir að veðurfræðingar kláruðu lista af fyrirfram ákveðnum heitum og hafa síðan þurft að leita í gríska stafrófið. Lengi hefur verið varað við því að loftslagsbreytingar af völdum manna gæti gert fellibylji öflugri en áður og að þeir geti eflst hraðar vegna hærri sjávarhita. Vísindamenn tala um hraða styrkingu fellibyljar auki hann vindstyrk sinn um 15,6 metra á sekúndu á einum sólarhring. Jóta jók sinn styrk tvöfalt meira en það á tuttugu og fjórum klukkustundum, að sögn AP. Aldrei áður hafa tveir fellibyljir á Atlantshafi náð meira en 30,6 metrum á sekúndu í nóvember líkt og Jóta og Eta gerðu. Fellibyljatímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 30. nóvember. Rannsókn sem greint var frá í síðustu viku fann fylgni á milli vaxandi sjávarhita og þess að fellibyljum þverr nú síður kraftur þegar þeir ganga á land en áður vegna hnattrænnar hlýnunar.
Níkaragva Hondúras Loftslagsmál Tengdar fréttir Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30
Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26