Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2020 16:12 Skjáskot úr myndbandinu sem hefur verið í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. Um er að ræða tveggja og hálfs mínútna langt myndband þar sem karlmaðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum hvar hann hefur unnið til verðlauna, virðist refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Svo virðist sem árásarmaðurinn telji þann yngri vera að dreifa ósönnu slúðri um konu árásarmannsins og föður þess yngri, dæmdan fíkniefnainnflytjanda. Biður um vægð Sá yngri biður árásarmanninn endurtekið um að láta af spörkum sínum og höggum sem mörg hver eru beint í höfuð mannsins. Þriðji aðili tekur allt upp á síma og segir árásarmaðurinn á einum tímapunkti ákveðinn: „Þetta myndband fer á netið!“. Þá segir hann tökumanninum að nauðga yngri karlmanninum, fara inn á klósett og „ríða honum í rassinn“ - eins og árásarmaðurinn kemst að orði. Á Facebook-síðu árásarmannsins má sjá annað nýlegt myndband þar sem hann er að berjast ber að ofan við karlmann úti á götu. Af fullum þunga í handtökur í slíkum málum Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn í gær. Aðilar í málinu hafi verið yfirheyrðir og málið sé til skoðunar. „Við förum í fullan þunga í að handtaka geranda í slíkum málum,“ sagði Guðmundur Páll við Fréttablaðið í gær sem fyrst greindi frá málinu. Aðspurður hvort gerð verði krafa til árásarmannsins að hann taki myndbandið úr birtingu segir Guðmundur Páll málið í skoðun. Deilur karlmannanna tveggja hafa haldið áfram á Facebook í morgun. Þannig heldur sá yngri áfram að birta myndir og myndbönd og ögra árásarmanninum. Segist hann varla vera með skrámu og hvetur árásarmanninn til að koma einan næst þegar hann vilji ráðast á sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. Um er að ræða tveggja og hálfs mínútna langt myndband þar sem karlmaðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum hvar hann hefur unnið til verðlauna, virðist refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Svo virðist sem árásarmaðurinn telji þann yngri vera að dreifa ósönnu slúðri um konu árásarmannsins og föður þess yngri, dæmdan fíkniefnainnflytjanda. Biður um vægð Sá yngri biður árásarmanninn endurtekið um að láta af spörkum sínum og höggum sem mörg hver eru beint í höfuð mannsins. Þriðji aðili tekur allt upp á síma og segir árásarmaðurinn á einum tímapunkti ákveðinn: „Þetta myndband fer á netið!“. Þá segir hann tökumanninum að nauðga yngri karlmanninum, fara inn á klósett og „ríða honum í rassinn“ - eins og árásarmaðurinn kemst að orði. Á Facebook-síðu árásarmannsins má sjá annað nýlegt myndband þar sem hann er að berjast ber að ofan við karlmann úti á götu. Af fullum þunga í handtökur í slíkum málum Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn í gær. Aðilar í málinu hafi verið yfirheyrðir og málið sé til skoðunar. „Við förum í fullan þunga í að handtaka geranda í slíkum málum,“ sagði Guðmundur Páll við Fréttablaðið í gær sem fyrst greindi frá málinu. Aðspurður hvort gerð verði krafa til árásarmannsins að hann taki myndbandið úr birtingu segir Guðmundur Páll málið í skoðun. Deilur karlmannanna tveggja hafa haldið áfram á Facebook í morgun. Þannig heldur sá yngri áfram að birta myndir og myndbönd og ögra árásarmanninum. Segist hann varla vera með skrámu og hvetur árásarmanninn til að koma einan næst þegar hann vilji ráðast á sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira