Bil eða Víðisfjarri? Leitað að orði fyrir lykilhugtak í kórónukreppunni Þórir Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í Hörpu Vísir/vilhelm Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent