Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 17:32 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/vilhelm Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. Þá virðist Moderna-efnið vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar en litið var sérstaklega til þess við rannsóknina. Moderna tilkynnti í dag að bóluefni sem það hefur verið með í þróun veiti 94,5 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Engar alvarlegar aukaverkanir komið fram Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir fregnir af nýju bóluefni Moderna afar gleðilegar. „Það er stór áfangi í baráttunni við Covid að vera komin með tvö bóluefni sem veita svona góða vernd í þessari fyrstu rannsókn á niðurstöðunum, sem byggir í dag á 95 einstaklingum sem hafa veikst. Þar voru einungis fimm sem höfðu fengið bóluefni en níutíu sem höfðu fengið lyfleysu. Þannig að verndin er nánast 95 prósent, aðeins “ segir Ingileif í samtali við Vísi. „En þetta eru mjög mikilvægar niðurstöður, að við séum með tvö bóluefni gerð úr RNA og veita svona góða vernd – og engar alvarlegar aukaverkanir sem hafa komið fram.“ Hópurinn fjölbreyttur 30 þúsund manns tóku þátt í rannsókn Moderna og fengu tvo skammta af bóluefninu með fjögurra vikna millibili. 39 þúsund tóku þátt í rannsókn Pfizer, þar sem einnig voru gefnir tveir skammtar. Ingileif segir að í báðum tilvikum hafi efnið verið prófað á fjölbreyttum hópi þátttakenda, sem sé afar mikilvægt. „Í þessari rannsókn Moderna er þetta fólk yfir 18 ára, þar af eru sjöþúsund eldri en 65 ára og eru þá í áhættuhópi sem tengist aldri og um fimmþúsund eru yngri en 65 en hafa undirliggjandi sjúkdóma, eins og sykursýki, offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Þannig að af þeim sem tóku þátt eru rúm 40 prósent í þessum áhættuhópum vegna heilsufars,“ segir Ingileif. „Þar fyrir utan eru líka 11 þúsund þátttakendur, eða 37 prósent, sem eru annað hvort af latneskum uppruna eða afrískir Bandaríkjamenn. Þannig að það er líka stór hópur sem hefur annan etnískan bakgrunn heldur en hvítan. Í báðum þessum rannsóknum er breidd með tilliti til aldurs, heilsufars og etnísks bakgrunns.“ Moderna-efnið gæti nýst fleirum Líkt og fram hefur komið liggur einn helsti munurinn á bóluefnunum tveimur í geymsluþolinu. Bóluefni Pfizer þarf að geyma við um 70-80 stiga frost en bóluefni Moderna geymist við 20 stiga frost – og enn fremur sagt geymast í venjulegum ísskáp í allt að mánuð. Ingileif segir þetta skipta geisilega miklu máli. „Þetta er sérstaklega mikilvægt í þróunarlöndum, fátækum löndum og löndum þar sem innviðir eru mjög lélegir. Þar er þetta stórt mál að geymslan geri ekki eins miklar kröfur. Að því leyti er þetta vænlegra fyrir lönd sem ekki búa við jafngóð skilyrði og til dæmis Norðurlöndin eða margar vestrænar þjóðir. Það eykur breiddina á þeim hópi sem ætti auðveldara með að fá bóluefni heldur en hitt efnið,“ segir Ingileif. Hún telur ekki sérstaka ástæðu til að ætla að Moderna-efnið verði „ofan á“ í heildina, ef svo má segja. „En þetta gæti nýst fleirum, af því að það er ekki eins erfitt með flutning og geymslu,“ segir Ingileif. Allir sem veiktust alvarlega fengu lyfleysu Þá skipti framleiðslugetan einnig máli. Moderna kveðst geta framleitt 20 milljón skammta á þessu ári og 500 milljónir til milljarð skammta á næsta ári. Pfizer segist hafa örlítið meiri framleiðslugetu, um 50 milljónir á þessu ári og 1,3 milljarða á því næsta. Ingileif sér fyrir sér að fyrirtækin gætu fengið neyðarskráningu fyrir bóluefnum sínum fyrir áramót. „En þetta er allt í rétta átt. Og svo eigum við von á fleiri bóluefnum, sérstaklega AstraZeneca sem segist munu greina frá sínum niðurstöðum á næstu vikum. Mér finnst þetta líta þannig út núna að það verði hægt á fyrri hluta næsta árs að bólusetja stóran hluta þeirra sem eru í mestri áhættu að fara illa út úr Covid eða deyja.“ Ingileif bendir einnig á að í rannsókn Moderna hafi sérstaklega verið litið til þeirra þátttakenda rannsóknarinnar sem veiktust alvarlega af Covid. „Þeir voru allir í lyfleysuhópnum. Enginn af þeim sem var bólusettur fékk alvarlegan sjúkdóm, lífsógnandi sjúkdóm. Það segir okkur líka að þetta er ekki bara verndandi heldur verndar þetta sérstaklega gegn alvarlegum veikindum, sem er líka mikilvægt,“ segir Ingileif. Þessu hafi ekki verið lýst sérstaklega í rannsókn Pfizer en hún gerir ráð fyrir því að það verði skoðað. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mælir með áframhaldandi grímunotkun og félagsforðun eftir fjöldabólusetningar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir ekki rétt að hverfa frá þeim varúðarráðstöfunum sem almenningur hafi í stórum stíl tileinkað sér í heimsfaraldrinum, eftir að ráðist hefur verið í fjöldabólusetningar á næsta ári. 16. nóvember 2020 13:09 Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna. 16. nóvember 2020 12:08 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. Þá virðist Moderna-efnið vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar en litið var sérstaklega til þess við rannsóknina. Moderna tilkynnti í dag að bóluefni sem það hefur verið með í þróun veiti 94,5 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Engar alvarlegar aukaverkanir komið fram Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir fregnir af nýju bóluefni Moderna afar gleðilegar. „Það er stór áfangi í baráttunni við Covid að vera komin með tvö bóluefni sem veita svona góða vernd í þessari fyrstu rannsókn á niðurstöðunum, sem byggir í dag á 95 einstaklingum sem hafa veikst. Þar voru einungis fimm sem höfðu fengið bóluefni en níutíu sem höfðu fengið lyfleysu. Þannig að verndin er nánast 95 prósent, aðeins “ segir Ingileif í samtali við Vísi. „En þetta eru mjög mikilvægar niðurstöður, að við séum með tvö bóluefni gerð úr RNA og veita svona góða vernd – og engar alvarlegar aukaverkanir sem hafa komið fram.“ Hópurinn fjölbreyttur 30 þúsund manns tóku þátt í rannsókn Moderna og fengu tvo skammta af bóluefninu með fjögurra vikna millibili. 39 þúsund tóku þátt í rannsókn Pfizer, þar sem einnig voru gefnir tveir skammtar. Ingileif segir að í báðum tilvikum hafi efnið verið prófað á fjölbreyttum hópi þátttakenda, sem sé afar mikilvægt. „Í þessari rannsókn Moderna er þetta fólk yfir 18 ára, þar af eru sjöþúsund eldri en 65 ára og eru þá í áhættuhópi sem tengist aldri og um fimmþúsund eru yngri en 65 en hafa undirliggjandi sjúkdóma, eins og sykursýki, offitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Þannig að af þeim sem tóku þátt eru rúm 40 prósent í þessum áhættuhópum vegna heilsufars,“ segir Ingileif. „Þar fyrir utan eru líka 11 þúsund þátttakendur, eða 37 prósent, sem eru annað hvort af latneskum uppruna eða afrískir Bandaríkjamenn. Þannig að það er líka stór hópur sem hefur annan etnískan bakgrunn heldur en hvítan. Í báðum þessum rannsóknum er breidd með tilliti til aldurs, heilsufars og etnísks bakgrunns.“ Moderna-efnið gæti nýst fleirum Líkt og fram hefur komið liggur einn helsti munurinn á bóluefnunum tveimur í geymsluþolinu. Bóluefni Pfizer þarf að geyma við um 70-80 stiga frost en bóluefni Moderna geymist við 20 stiga frost – og enn fremur sagt geymast í venjulegum ísskáp í allt að mánuð. Ingileif segir þetta skipta geisilega miklu máli. „Þetta er sérstaklega mikilvægt í þróunarlöndum, fátækum löndum og löndum þar sem innviðir eru mjög lélegir. Þar er þetta stórt mál að geymslan geri ekki eins miklar kröfur. Að því leyti er þetta vænlegra fyrir lönd sem ekki búa við jafngóð skilyrði og til dæmis Norðurlöndin eða margar vestrænar þjóðir. Það eykur breiddina á þeim hópi sem ætti auðveldara með að fá bóluefni heldur en hitt efnið,“ segir Ingileif. Hún telur ekki sérstaka ástæðu til að ætla að Moderna-efnið verði „ofan á“ í heildina, ef svo má segja. „En þetta gæti nýst fleirum, af því að það er ekki eins erfitt með flutning og geymslu,“ segir Ingileif. Allir sem veiktust alvarlega fengu lyfleysu Þá skipti framleiðslugetan einnig máli. Moderna kveðst geta framleitt 20 milljón skammta á þessu ári og 500 milljónir til milljarð skammta á næsta ári. Pfizer segist hafa örlítið meiri framleiðslugetu, um 50 milljónir á þessu ári og 1,3 milljarða á því næsta. Ingileif sér fyrir sér að fyrirtækin gætu fengið neyðarskráningu fyrir bóluefnum sínum fyrir áramót. „En þetta er allt í rétta átt. Og svo eigum við von á fleiri bóluefnum, sérstaklega AstraZeneca sem segist munu greina frá sínum niðurstöðum á næstu vikum. Mér finnst þetta líta þannig út núna að það verði hægt á fyrri hluta næsta árs að bólusetja stóran hluta þeirra sem eru í mestri áhættu að fara illa út úr Covid eða deyja.“ Ingileif bendir einnig á að í rannsókn Moderna hafi sérstaklega verið litið til þeirra þátttakenda rannsóknarinnar sem veiktust alvarlega af Covid. „Þeir voru allir í lyfleysuhópnum. Enginn af þeim sem var bólusettur fékk alvarlegan sjúkdóm, lífsógnandi sjúkdóm. Það segir okkur líka að þetta er ekki bara verndandi heldur verndar þetta sérstaklega gegn alvarlegum veikindum, sem er líka mikilvægt,“ segir Ingileif. Þessu hafi ekki verið lýst sérstaklega í rannsókn Pfizer en hún gerir ráð fyrir því að það verði skoðað.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mælir með áframhaldandi grímunotkun og félagsforðun eftir fjöldabólusetningar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir ekki rétt að hverfa frá þeim varúðarráðstöfunum sem almenningur hafi í stórum stíl tileinkað sér í heimsfaraldrinum, eftir að ráðist hefur verið í fjöldabólusetningar á næsta ári. 16. nóvember 2020 13:09 Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna. 16. nóvember 2020 12:08 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Mælir með áframhaldandi grímunotkun og félagsforðun eftir fjöldabólusetningar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir ekki rétt að hverfa frá þeim varúðarráðstöfunum sem almenningur hafi í stórum stíl tileinkað sér í heimsfaraldrinum, eftir að ráðist hefur verið í fjöldabólusetningar á næsta ári. 16. nóvember 2020 13:09
Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna. 16. nóvember 2020 12:08
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19