Fjórir af hverjum tíu Íslendingum segjast trúaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 07:08 Fyrr í haust var fjallað um könnunina í Kjarnanum. Þar kom fram að meirihluti væri hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, eða rúmlega 54 prósent svarenda. Vísir/Vilhelm Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu. Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu.
Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira