Matvælaframleiðandinn Hollt og gott hefur innkallað Veislusalat í 100 gramma pokum eftir að hluti af fuglsvæng fannst í einum poka af salatinu.
Fyrirtækið hefur því ákveðið, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að innkalla alla sendinguna. Salatinu eru pakkað á Ítalíu fyrir Hollt og gott.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna matvælin sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki |
Hollt og gott. |
Vöruheiti |
Veislusalat. |
Strikamerki |
5690350037822. |
Nettómagn |
100 g. |
Best fyrir dagsetning |
21.11.2020 |
Lotunúmer |
|
Innflytjandi |
Hollt og gott, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. |
Dreifing |
Krónan, Hagkaup, Melabúðin, Fjarðarkaup, Rangá, Seljakjör og Kaupfélag Skagfirðinga. |
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga, skila henni í verslunina þar sem hún var keypt, eða til Hollt og gott, gegn fullri endurgreiðslu.