Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2020 20:01 Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala. „Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/Vilhelm Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum. Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra. Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak. „Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín. Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59 Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51 „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala. „Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/Vilhelm Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum. Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra. Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak. „Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín. Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59 Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51 „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59
Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51
„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34
Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38