„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Arnar Guðjónsson tekur við verðlaununum sínum eftir sinn fyrsta titil sem þjálfari á Íslandi á síðustu leiktíð er Stjarnan varð bikarmeistari. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25