Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á fundi sem hefst klukkan tíu í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans munu gera nánari grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar.

Ákvörðun bankans um að lækka stýrivexti í 0,75 prósent þykir koma nokkuð á óvart en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum.

Í rökstuðningi peningastefnunefndar segir meðal annars að mikil fjölgun COVID-19-smita á haustdögum og hertar sóttvarnir valdi því að dregið hafi úr þeirri viðspyrnu í efnahagslífinu sem hófst á þriðja fjórðungi ársins eftir sögulegan samdrátt á öðrum ársfjórðungi. Efnahagshorfur hafi því versnað og geri nóvemberspá Peningamála ráð fyrir 8,5% samdrætti landsframleiðslu á þessu ári.

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×