Samþykktu að staðfesta úrslit á sama tíma og Trump hrósaði sigri Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 10:13 Fulltrúi Repúblikanaflokksins fylgist með talningu atkvæða í Detroit í Michigan. Biden fékk um tvöfalt fleiri atkvæði en Trump í Wayne-sýslu. AP/David Goldman Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. Með samkomulaginu dregur enn úr möguleikum Trump á að tefja fyrir að Joe Biden verði staðfestur sigurvegari kosninganna. Frestur fyrir atkvæðatalningarnefnd til að staðfesta úrslit kosninganna í Wayne-sýslu í Michigan, sem stórborgin Detroit tilheyrir, rann út í gær. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk flest atkvæði í Michigan og munar hátt í 150.000 atkvæðum á honum og Trump þar. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa haldið því fram að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Fyrst þegar fjögurra manna nefndin í Wayne-sýslu greiddi atkvæði greiddu tveir fulltrúar Repúblikanaflokksins gegn því að staðfesta úrslitin. Monica Palmer, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, vísaði til þess að hún hefði ekki trú á því að talningin þar hefði verið nákvæm, að sögn Washington Post. Trump og bandamenn hans fögnuðu þráteflinu á samfélagsmiðlum. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins og talskona framboðs Trump, sagði að nefndin hefði neitað því að staðfesta úrslitin. Trump sjálfur tísti síðan ranglega um að allt Michigan-ríki hefði neitað að staðfesta úrslitin. „Að hafa hugrekki er fallegur hlutur. Bandaríkin eru stolt!“ tísti forsetinn. Wow! Michigan just refused to certify the election results! Having courage is a beautiful thing. The USA stands proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2020 Jenna Ellis, lögfræðilegur ráðgjafi framboðs forsetans, lýsti stöðunni í Wayne-sýslu sem meiriháttar sigri fyrir Trump. Kæmist kjörstjórn ríkisins heldur ekki að niðurstöðu áður en kjörmannaráðið sem kýs næsta forseta kemur saman í desember gætu repúblikanar á ríkisþingi Michigan valið kjörmenn ríkisins. Náðu málamiðlun um að staðfesta úrslitin Adam var þó ekki lengi í paradís því skömmu síðar náðu fulltrúar demókrata og repúblikana í talningarnefndinni saman um að staðfesta úrslit kosninganna. Að kröfu repúblikana samþykkti nefndin að óska eftir því að innanríkisráðherra Michigan léti fara fram ítarlega úttekt á talningu atkvæða í ríkinu. Jocelyn Benson, innanríkisráðherrann, fagnaði samkomulaginu í gær og fullyrti að engar vísbendingar væru um víðtækt svindl í kosningunum í Michigan. Aðeins hafi einangruð og minniháttar mistök verið gerð í talningunni. Framboð Trump rekur nú enn mál vegna kosningaúrslitanna í nokkrum ríkum, þar á meðal Pennsylvaníu og Nevada, og krefst þess að úrslit kosninganna verði ekki staðfest þar. Nær útilokað er talið að þau mál hafi nokkur áhrif á endanleg úrslit forsetakosninganna. Trump forseti hefur engu að síður neitað að viðurkenna ósigur og að veita Biden aðgang að ríkisstofnunum og leyniþjónustuupplýsingum sem verðandi forsetar hafa fengið. Pattstaðan sem kom fyrst upp í nefndinni sem staðfestir kosningaúrslitin vakti mikla reiði demókrata og kosningasérfræðinga, að sögn AP-fréttastofunnar. Slík staðfesting er alla jafna aðeins formsatriði eftir kosningar. Repúblikanar voru sakaðir um að reyna að koma í veg fyrir úrslit lýðræðislegra kosninga og að reyna að svipta fjölda íbúa ríkisins atkvæðarétti sínum. „Við reiðum okkur á lýðræðislegar hefðir, þar á meðal að sá sem tapar sætti sig við ósigur á virðulegan hátt. Því virðist vera að hnigna,“ segir Joshua Douglas, lagaprófessor við Kentucky-háskóla við AP. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest. Með samkomulaginu dregur enn úr möguleikum Trump á að tefja fyrir að Joe Biden verði staðfestur sigurvegari kosninganna. Frestur fyrir atkvæðatalningarnefnd til að staðfesta úrslit kosninganna í Wayne-sýslu í Michigan, sem stórborgin Detroit tilheyrir, rann út í gær. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk flest atkvæði í Michigan og munar hátt í 150.000 atkvæðum á honum og Trump þar. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa haldið því fram að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Fyrst þegar fjögurra manna nefndin í Wayne-sýslu greiddi atkvæði greiddu tveir fulltrúar Repúblikanaflokksins gegn því að staðfesta úrslitin. Monica Palmer, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, vísaði til þess að hún hefði ekki trú á því að talningin þar hefði verið nákvæm, að sögn Washington Post. Trump og bandamenn hans fögnuðu þráteflinu á samfélagsmiðlum. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins og talskona framboðs Trump, sagði að nefndin hefði neitað því að staðfesta úrslitin. Trump sjálfur tísti síðan ranglega um að allt Michigan-ríki hefði neitað að staðfesta úrslitin. „Að hafa hugrekki er fallegur hlutur. Bandaríkin eru stolt!“ tísti forsetinn. Wow! Michigan just refused to certify the election results! Having courage is a beautiful thing. The USA stands proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2020 Jenna Ellis, lögfræðilegur ráðgjafi framboðs forsetans, lýsti stöðunni í Wayne-sýslu sem meiriháttar sigri fyrir Trump. Kæmist kjörstjórn ríkisins heldur ekki að niðurstöðu áður en kjörmannaráðið sem kýs næsta forseta kemur saman í desember gætu repúblikanar á ríkisþingi Michigan valið kjörmenn ríkisins. Náðu málamiðlun um að staðfesta úrslitin Adam var þó ekki lengi í paradís því skömmu síðar náðu fulltrúar demókrata og repúblikana í talningarnefndinni saman um að staðfesta úrslit kosninganna. Að kröfu repúblikana samþykkti nefndin að óska eftir því að innanríkisráðherra Michigan léti fara fram ítarlega úttekt á talningu atkvæða í ríkinu. Jocelyn Benson, innanríkisráðherrann, fagnaði samkomulaginu í gær og fullyrti að engar vísbendingar væru um víðtækt svindl í kosningunum í Michigan. Aðeins hafi einangruð og minniháttar mistök verið gerð í talningunni. Framboð Trump rekur nú enn mál vegna kosningaúrslitanna í nokkrum ríkum, þar á meðal Pennsylvaníu og Nevada, og krefst þess að úrslit kosninganna verði ekki staðfest þar. Nær útilokað er talið að þau mál hafi nokkur áhrif á endanleg úrslit forsetakosninganna. Trump forseti hefur engu að síður neitað að viðurkenna ósigur og að veita Biden aðgang að ríkisstofnunum og leyniþjónustuupplýsingum sem verðandi forsetar hafa fengið. Pattstaðan sem kom fyrst upp í nefndinni sem staðfestir kosningaúrslitin vakti mikla reiði demókrata og kosningasérfræðinga, að sögn AP-fréttastofunnar. Slík staðfesting er alla jafna aðeins formsatriði eftir kosningar. Repúblikanar voru sakaðir um að reyna að koma í veg fyrir úrslit lýðræðislegra kosninga og að reyna að svipta fjölda íbúa ríkisins atkvæðarétti sínum. „Við reiðum okkur á lýðræðislegar hefðir, þar á meðal að sá sem tapar sætti sig við ósigur á virðulegan hátt. Því virðist vera að hnigna,“ segir Joshua Douglas, lagaprófessor við Kentucky-háskóla við AP.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. 13. nóvember 2020 20:12
Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01