Heiðar Helgu sá eini sem hefur skorað hjá enska landsliðinu á enskri grundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 14:01 Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Marteinsson fagna Heiðari Helguson á Manchetser mótinu 2004 þar sem Heiðar skoraði öll þrjú mörk íslenska landsliðsins þar af eitt þeirra á móti Englandi. Getty/Barrington Coombs Íslenska karlalandsliðið sækir Englendinga heim í kvöld en íslensku strákarnir enda Þjóðadeildina og landsliðsárið með leik á sjálfum Wembley. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni mætt aðalliði Englendinga á enskri grundu og það var á City of Manchester leikvanginum í Manchester í júní 1994. Heiðar Helguson skoraði eina mark íslenska liðsins í leiknum en verður vonandi ekki áfram einn í klúbbnum eftir leik Englands og Íslands á Wembley í kvöld. Englendingar voru þarna nokkrum dögum frá því að spila á EM í Portúgal en fyrstu leikurinn á EM var á móti Frakklandi aðeins átta dögum síðar. Enska landsliðið vann leikinn 6-1 þar sem bæði Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu tvö mörk. Fyrsta markið skoraði hins vegar Frank Lampard á 20. mínútu og átján mínútum síðar var Rooney búinn að bæta við tveimur mörkum. Heiðar Helguson minnkaði muninn á 42. mínútu með skalla úr markteig eftir hornspyrnu. Allir þrír íslensku miðverðirnir lögðu upp markið. Hermann skallaði horn Þórðar Guðjónssonar aftur fyrir markið, Pétur Marteinsson reyndi hjólhestaspyrnu en hún fór af Ívari Ingimarssyni og til Heiðars sem skallaði boltann í markið af stuttu færi. Íslensku strákarnir fengu slæma umfjöllun í ensku blöðunum fyrir leikinn sem voru hrædd um að hinir grófu leikmenn íslenska liðsins myndu slasa ensku stórstjörnurnar rétt fyrir stórmót. Íslensku strákarnir pössuðu sig því allt of mikið á því að meiða ekki ensku landsliðsmennina, lítið var um hörð návígi og ekkert gult spjald fór á loft. „Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur en mér fannst við byrja leikinn mjög vel, við vorum öruggir með boltann og náðum ágætu spili okkar á milli. Þeir skora síðan þrjú mörk að ég held í þremur fyrstu færum sínum í fyrri hálfleik. Og það var erfitt hjá okkur eftir það,“ sagði Heiðar Helguson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Spurður um hvort meiri baráttu og „víkingaanda“ hefði vantað í íslenska liðið gegn Englendingum sagði Heiðar að það hefði vissulega getað skipt máli. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum leikið eins og við erum vanir. En það er óhætt að segja að við höfum fengið skell hér í Manchester. Ef við töpum 6-1, þá er það skellur, sama við hverja við erum að leika og í hvaða móti sem er. Við verðum bara að bæta okkur og sjá til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki, það má ekki,“ sagði Heiðar í sama viðtali. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum á Youtube síðu enska knattspyrnusambandsins. Mark Heiðars Helgusonar kemur eftir tvær mínútur. watch on YouTube Leikur Íslands og Englands á Wembley í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og leikurinn verður síðan gerður upp eftir að honum lýkur með viðtölum við íslensku landsliðsmennina og Erik Hamrén eftir sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið sækir Englendinga heim í kvöld en íslensku strákarnir enda Þjóðadeildina og landsliðsárið með leik á sjálfum Wembley. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni mætt aðalliði Englendinga á enskri grundu og það var á City of Manchester leikvanginum í Manchester í júní 1994. Heiðar Helguson skoraði eina mark íslenska liðsins í leiknum en verður vonandi ekki áfram einn í klúbbnum eftir leik Englands og Íslands á Wembley í kvöld. Englendingar voru þarna nokkrum dögum frá því að spila á EM í Portúgal en fyrstu leikurinn á EM var á móti Frakklandi aðeins átta dögum síðar. Enska landsliðið vann leikinn 6-1 þar sem bæði Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu tvö mörk. Fyrsta markið skoraði hins vegar Frank Lampard á 20. mínútu og átján mínútum síðar var Rooney búinn að bæta við tveimur mörkum. Heiðar Helguson minnkaði muninn á 42. mínútu með skalla úr markteig eftir hornspyrnu. Allir þrír íslensku miðverðirnir lögðu upp markið. Hermann skallaði horn Þórðar Guðjónssonar aftur fyrir markið, Pétur Marteinsson reyndi hjólhestaspyrnu en hún fór af Ívari Ingimarssyni og til Heiðars sem skallaði boltann í markið af stuttu færi. Íslensku strákarnir fengu slæma umfjöllun í ensku blöðunum fyrir leikinn sem voru hrædd um að hinir grófu leikmenn íslenska liðsins myndu slasa ensku stórstjörnurnar rétt fyrir stórmót. Íslensku strákarnir pössuðu sig því allt of mikið á því að meiða ekki ensku landsliðsmennina, lítið var um hörð návígi og ekkert gult spjald fór á loft. „Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur en mér fannst við byrja leikinn mjög vel, við vorum öruggir með boltann og náðum ágætu spili okkar á milli. Þeir skora síðan þrjú mörk að ég held í þremur fyrstu færum sínum í fyrri hálfleik. Og það var erfitt hjá okkur eftir það,“ sagði Heiðar Helguson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Spurður um hvort meiri baráttu og „víkingaanda“ hefði vantað í íslenska liðið gegn Englendingum sagði Heiðar að það hefði vissulega getað skipt máli. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum leikið eins og við erum vanir. En það er óhætt að segja að við höfum fengið skell hér í Manchester. Ef við töpum 6-1, þá er það skellur, sama við hverja við erum að leika og í hvaða móti sem er. Við verðum bara að bæta okkur og sjá til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki, það má ekki,“ sagði Heiðar í sama viðtali. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum á Youtube síðu enska knattspyrnusambandsins. Mark Heiðars Helgusonar kemur eftir tvær mínútur. watch on YouTube Leikur Íslands og Englands á Wembley í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og leikurinn verður síðan gerður upp eftir að honum lýkur með viðtölum við íslensku landsliðsmennina og Erik Hamrén eftir sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti