Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 19:29 Maður fær blóðvökva úr einstakling sem hefur jafnað sig af Covid-19. epa/Cati Cladera Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. Niðurstöðurnar hafa ekki verið ritrýndar en samkvæmt New York Times er um að ræða yfigripsmestu rannsókn á mótefnasvari líkamans við nýju kórónaveirunni sem gerð hefur verið. Að sögn Shane Crotty, sem fór fyrir rannsóknarteyminu, benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem hafa áður veikst af Covid-19 séu ónæmir fyrir alvarlegum veikindum í mörg ár eftir fyrstu greiningu. Þá eru þær í takti við aðra nýlega uppgötvun; að þeir sem smituðust og veiktust af SARS, sem önnur kórónaveira veldur, búi enn yfir mikilvægum ónæmisfrumum 17 árum eftir smit. Endursýkingar sárafáar, enn sem komið er Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hversu lengi áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 mun vara. Niðurstöður eldri rannsóknar við Columbia University bentu til þess að það entist stutt og að einstaklingar gætu smitast og veikst innan árs frá upphaflegu smiti. Allur er varinn góður.epa/Alex Plavevski „Það sem við þurfum að hafa í huga er hvort endursýkingar verða áhyggjuefni,“ segir Jeffrey Shaman, sem fór fyrir Columbia-rannsókninni. „Og að sjá sönnunargögn þess efnis að mótefnasvarið sé viðvarand og öflugt, að minnsta kosti miðað við þennan tímaramma, er mjög jákvætt.“ Enn sem komið er hafa afar fáir smitast tvisvar af SARS-CoV-2. En það er erfitt að spá fyrir um hversu lengi ónæmið mun raunverulega vara, þar sem vísindamenn vita ekki ennþá hversu sterkt ónæmissvar þarf til að vernda fólk fyrir veirunni. Rannsóknir benda hins vegar til þess að það kunni að þurfa aðeins lítið magn af svokölluðum T og B frumum til að verja þá sem áður hafa smitast. Til þessa hafa þáttakendur í rannsókn Crotty og félaga myndað áðurnefndar frumur í miklu magni. Um var að ræða 185 einstaklinga, karla og konur, á aldrinum 19 til 81 árs. Meirihluti fólksins fékk væg einkenni. Ítarlega frétt um málið er að finna á nytimes.com. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. Niðurstöðurnar hafa ekki verið ritrýndar en samkvæmt New York Times er um að ræða yfigripsmestu rannsókn á mótefnasvari líkamans við nýju kórónaveirunni sem gerð hefur verið. Að sögn Shane Crotty, sem fór fyrir rannsóknarteyminu, benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem hafa áður veikst af Covid-19 séu ónæmir fyrir alvarlegum veikindum í mörg ár eftir fyrstu greiningu. Þá eru þær í takti við aðra nýlega uppgötvun; að þeir sem smituðust og veiktust af SARS, sem önnur kórónaveira veldur, búi enn yfir mikilvægum ónæmisfrumum 17 árum eftir smit. Endursýkingar sárafáar, enn sem komið er Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hversu lengi áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 mun vara. Niðurstöður eldri rannsóknar við Columbia University bentu til þess að það entist stutt og að einstaklingar gætu smitast og veikst innan árs frá upphaflegu smiti. Allur er varinn góður.epa/Alex Plavevski „Það sem við þurfum að hafa í huga er hvort endursýkingar verða áhyggjuefni,“ segir Jeffrey Shaman, sem fór fyrir Columbia-rannsókninni. „Og að sjá sönnunargögn þess efnis að mótefnasvarið sé viðvarand og öflugt, að minnsta kosti miðað við þennan tímaramma, er mjög jákvætt.“ Enn sem komið er hafa afar fáir smitast tvisvar af SARS-CoV-2. En það er erfitt að spá fyrir um hversu lengi ónæmið mun raunverulega vara, þar sem vísindamenn vita ekki ennþá hversu sterkt ónæmissvar þarf til að vernda fólk fyrir veirunni. Rannsóknir benda hins vegar til þess að það kunni að þurfa aðeins lítið magn af svokölluðum T og B frumum til að verja þá sem áður hafa smitast. Til þessa hafa þáttakendur í rannsókn Crotty og félaga myndað áðurnefndar frumur í miklu magni. Um var að ræða 185 einstaklinga, karla og konur, á aldrinum 19 til 81 árs. Meirihluti fólksins fékk væg einkenni. Ítarlega frétt um málið er að finna á nytimes.com.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira