Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. nóvember 2020 11:32 Niðurstöður tilrauna á öðru stigi benda til þess að bóluefni Oxford og AstraZeneca virki og geti verndað þá sem eru í helstu áhættuhópum. EPA/BIONTECH SE Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. Niðurstöðurnar eru byggðar á öðru stigi tilrauna með bóluefnið en nú standa yfir mun umfangsmeiri tilraunir á þriðja og síðasta stigi. Þessar niðurstöður benda til þess að bóluefnið virki og geti verndað þá sem eru í helstu áhættuhópum. Á síðustu vikum hafa sömuleiðis borist jákvæðar fréttir af bóluefnum sem bandarísku fyrirtækin Pfizer og Moderna þróa. Þau hafa verið sögð veita um 95 prósenta vernd gegn veirunni. Bóluefni Sputnik í Rússlandi var sagt veita álíka mikla vernd en samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru skiptar skoðanir um áreiðanleika niðurstaðna Rússanna. Það sem skilur Oxford-bóluefnið að frá hinum er hins vegar það að ekki þarf að geyma efnið í miklu frosti. Því gæti orðið auðveldara að dreifa því til fólks. Bretlandsstjórn hefur pantað mun meira af Oxford-bóluefninu en nokkru öðru. Hundrað milljónir skammta, samanborið við fjörutíu milljónir frá Pfizer og fimm milljónir frá Moderna. Andrew Pollard, sem leiðir rannsókn Oxford-háskóla, sagðist himinlifandi í samtali við breska ríkisútvarpið. Þá sagðist hann búast við því að birta sams konar tölur og Pfizer og Moderna hafa gert fyrir jól. Ísland fær aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið sem hefur þegar samið við nokkur fyrirtæki, meðal annars Pfizer og AstraZeneca, sem framleiðir Oxford-bóluefnið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. Niðurstöðurnar eru byggðar á öðru stigi tilrauna með bóluefnið en nú standa yfir mun umfangsmeiri tilraunir á þriðja og síðasta stigi. Þessar niðurstöður benda til þess að bóluefnið virki og geti verndað þá sem eru í helstu áhættuhópum. Á síðustu vikum hafa sömuleiðis borist jákvæðar fréttir af bóluefnum sem bandarísku fyrirtækin Pfizer og Moderna þróa. Þau hafa verið sögð veita um 95 prósenta vernd gegn veirunni. Bóluefni Sputnik í Rússlandi var sagt veita álíka mikla vernd en samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru skiptar skoðanir um áreiðanleika niðurstaðna Rússanna. Það sem skilur Oxford-bóluefnið að frá hinum er hins vegar það að ekki þarf að geyma efnið í miklu frosti. Því gæti orðið auðveldara að dreifa því til fólks. Bretlandsstjórn hefur pantað mun meira af Oxford-bóluefninu en nokkru öðru. Hundrað milljónir skammta, samanborið við fjörutíu milljónir frá Pfizer og fimm milljónir frá Moderna. Andrew Pollard, sem leiðir rannsókn Oxford-háskóla, sagðist himinlifandi í samtali við breska ríkisútvarpið. Þá sagðist hann búast við því að birta sams konar tölur og Pfizer og Moderna hafa gert fyrir jól. Ísland fær aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið sem hefur þegar samið við nokkur fyrirtæki, meðal annars Pfizer og AstraZeneca, sem framleiðir Oxford-bóluefnið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25
Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12