Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2020 14:01 Karlalið KR var þremur stigum frá Evrópusæti, með leik til góða, og komið í undanúrslit bikarkeppninnar þegar stjórn KSÍ sleit mótahaldi vegna kórónuveirufaraldursins, í samræmi við reglugerð sem kynnt var í sumar. vísir/bára KR hefur áfrýjað úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem á mánudag vísaði frá kæru KR-inga á hendur stjórn KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að málið sé farið að snúast um annað og meira en það hvort að tímabilið verði klárað. Það snúist um það hvort að stjórn KSÍ geti tekið hvaða ákvörðun sem hún vilji, á milli ársþinga, án þess að mögulegt sé að taka þær til efnislegrar umfjöllunar hjá dómstólum knattspyrnusambandsins. Nú liggur boltinn hjá áfrýjunardómstóli KSÍ og Páll bindur vonir við að málið fái þar umfjöllun. Hinn möguleikinn er að málinu verði vísað frá, eins og krafa stjórnar KSÍ var þegar málið var kært til aga- og úrskurðarnefndar: „Miðað við úrskurð aga- og úrskurðanefndar getur stjórn KSÍ tekið hvaða ákvörðun sem er,“ segir Páll. Það sé hættuleg staða ef aldrei megi véfengja ákvarðanir stjórnar KSÍ. Snýst ekki lengur um að byrja Íslandsmótið aftur Páll nefnir ýktari dæmi: „Við gætum þá búið við þá staðreynd til dæmis að stjórn KSÍ tæki þá ákvörðun að meina KR, Kórdrengjum eða hvaða liði sem er þátttöku í Íslandsmóti. Miðað við þennan úrskurð og málflutning knattspyrnusambandsins þá væri ekki hægt að bera þann úrskurð undir neinn einasta dómstól, því ákvarðanir stjórnar sambandsins séu óumdeildar,“ segir Páll. Kvennalið KR var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar móti var slitið, en átti tvo leiki til góða á önnur lið og alls fjóra leiki eftir.vísir/hulda margrét Páll segir að ekki sé hægt að einfaldlega treysta á að í stjórn KSÍ sitji svo skynsamt og gott fólk að því geti ekki orðið á í messunni: „Þetta snýst ekki lengur um það hvort að við ætlum að byrja Íslandsmótið aftur eða hvort að KR hafi mögulega orðið af einhverju í Evrópukeppni. Núna snýst þetta um það hvort að við getum borið ákvarðanir stjórnar KSÍ undir dómstól sambandsins, eða hefur stjórnin rétt fyrir sér með það að ákvarðanir hennar séu hafnar yfir lög og reglur, og hún geti tekið hvaða ákvörðun sem er? Við getum ekki bara treyst því að formaður KSÍ sé og muni alltaf vera svo gegn og skynsamur maður að hann taki aldrei óréttmæta ákvörðun. Höfum í huga að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.“ „Án vafa“ til umræðu á næsta ársþingi Fari svo að áfrýjunardómstóll KSÍ vísi málinu frá, á þeim forsendum að hann hafi ekki lögsögu yfir stjórn KSÍ, er uppi snúin staða. Staða sem þyrfti að breyta með lagasetningu á næsta ársþingi KSÍ, eða hvað? „Það kann að vera. Það er bara ársþing KSÍ sem getur breytt lögunum, og þetta mun alveg án nokkurs vafa koma til umræðu þar. En það hafa fallið úrskurðir þar sem KSÍ hefur verið stefnt og efnisleg afstaða tekin, hjá áfrýjunardómstólnum og aga- og úrskurðanefnd. Það hafa fallið dómar og sambandið tekið til varnar í málum, en núna hentar það þeim ekki,“ segir Páll, og bætir við: „Við viljum bara fá efnislega umfjöllun um málið, sem segir af hverju við höfum rétt fyrir okkur eða af hverju við höfum rangt fyrir okkur.“ KSÍ KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
KR hefur áfrýjað úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem á mánudag vísaði frá kæru KR-inga á hendur stjórn KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að málið sé farið að snúast um annað og meira en það hvort að tímabilið verði klárað. Það snúist um það hvort að stjórn KSÍ geti tekið hvaða ákvörðun sem hún vilji, á milli ársþinga, án þess að mögulegt sé að taka þær til efnislegrar umfjöllunar hjá dómstólum knattspyrnusambandsins. Nú liggur boltinn hjá áfrýjunardómstóli KSÍ og Páll bindur vonir við að málið fái þar umfjöllun. Hinn möguleikinn er að málinu verði vísað frá, eins og krafa stjórnar KSÍ var þegar málið var kært til aga- og úrskurðarnefndar: „Miðað við úrskurð aga- og úrskurðanefndar getur stjórn KSÍ tekið hvaða ákvörðun sem er,“ segir Páll. Það sé hættuleg staða ef aldrei megi véfengja ákvarðanir stjórnar KSÍ. Snýst ekki lengur um að byrja Íslandsmótið aftur Páll nefnir ýktari dæmi: „Við gætum þá búið við þá staðreynd til dæmis að stjórn KSÍ tæki þá ákvörðun að meina KR, Kórdrengjum eða hvaða liði sem er þátttöku í Íslandsmóti. Miðað við þennan úrskurð og málflutning knattspyrnusambandsins þá væri ekki hægt að bera þann úrskurð undir neinn einasta dómstól, því ákvarðanir stjórnar sambandsins séu óumdeildar,“ segir Páll. Kvennalið KR var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar móti var slitið, en átti tvo leiki til góða á önnur lið og alls fjóra leiki eftir.vísir/hulda margrét Páll segir að ekki sé hægt að einfaldlega treysta á að í stjórn KSÍ sitji svo skynsamt og gott fólk að því geti ekki orðið á í messunni: „Þetta snýst ekki lengur um það hvort að við ætlum að byrja Íslandsmótið aftur eða hvort að KR hafi mögulega orðið af einhverju í Evrópukeppni. Núna snýst þetta um það hvort að við getum borið ákvarðanir stjórnar KSÍ undir dómstól sambandsins, eða hefur stjórnin rétt fyrir sér með það að ákvarðanir hennar séu hafnar yfir lög og reglur, og hún geti tekið hvaða ákvörðun sem er? Við getum ekki bara treyst því að formaður KSÍ sé og muni alltaf vera svo gegn og skynsamur maður að hann taki aldrei óréttmæta ákvörðun. Höfum í huga að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.“ „Án vafa“ til umræðu á næsta ársþingi Fari svo að áfrýjunardómstóll KSÍ vísi málinu frá, á þeim forsendum að hann hafi ekki lögsögu yfir stjórn KSÍ, er uppi snúin staða. Staða sem þyrfti að breyta með lagasetningu á næsta ársþingi KSÍ, eða hvað? „Það kann að vera. Það er bara ársþing KSÍ sem getur breytt lögunum, og þetta mun alveg án nokkurs vafa koma til umræðu þar. En það hafa fallið úrskurðir þar sem KSÍ hefur verið stefnt og efnisleg afstaða tekin, hjá áfrýjunardómstólnum og aga- og úrskurðanefnd. Það hafa fallið dómar og sambandið tekið til varnar í málum, en núna hentar það þeim ekki,“ segir Páll, og bætir við: „Við viljum bara fá efnislega umfjöllun um málið, sem segir af hverju við höfum rétt fyrir okkur eða af hverju við höfum rangt fyrir okkur.“
KSÍ KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03