Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 13:06 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fer yfir styrkina á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi og var streymt beint hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Klippa: Upplýsingafundur ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, komu fram á fundinum. Fram kom í tilkynningu frá ríkisstjórninni á dögunum að heimili og fyrirtæki hafi fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins til þessa. Tæpir 20 milljarðar hafa einnig farið í frestun skattgreiðslna, 20 milljarðar í frestun aðflutningsgjalda og 6.6 milljarðar hafa verið lánaðir með ríkisábyrgð að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fyrir árslok munu heimilin auk þess hafa fengið fyrirframgreiddan séreignarsparnað upp á 21 milljarð króna. Sökum aðgerðanna stefndi í að ríkisstjóður verði rekinn með 260 til 270 milljarða króna halla árin 2020 og 2021 í stað þess að vera nærri í jafnvægi líkt og stefnt var að fyrir faraldurinn. Það sé þó að mestu vegna sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og atvinnuleysisbóta við minni efnahagsumsvifum. Fram kom að úrræði stjórnvalda hefðu verið nýtt af um þrjú þúsund fyrirtækjum og um 65% fjárhæðarinnar farið til fyrirtækja í ferðaþjónustu eða skyldum greinum. Í öllum stærstu úrræðunum að lokunarstyrkjum frátöldum hafi ferðaþjónustan verið fyrirferðarmest. Í lokunarstyrkjunum hafi mest verið greitt til fyrirtækja í ýmissi persónulegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Þá var nefnt að viðspyrnustyrkir væru í vinnslu en það eru þeir sem kynna á til sögunnar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi og var streymt beint hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Klippa: Upplýsingafundur ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, komu fram á fundinum. Fram kom í tilkynningu frá ríkisstjórninni á dögunum að heimili og fyrirtæki hafi fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins til þessa. Tæpir 20 milljarðar hafa einnig farið í frestun skattgreiðslna, 20 milljarðar í frestun aðflutningsgjalda og 6.6 milljarðar hafa verið lánaðir með ríkisábyrgð að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fyrir árslok munu heimilin auk þess hafa fengið fyrirframgreiddan séreignarsparnað upp á 21 milljarð króna. Sökum aðgerðanna stefndi í að ríkisstjóður verði rekinn með 260 til 270 milljarða króna halla árin 2020 og 2021 í stað þess að vera nærri í jafnvægi líkt og stefnt var að fyrir faraldurinn. Það sé þó að mestu vegna sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og atvinnuleysisbóta við minni efnahagsumsvifum. Fram kom að úrræði stjórnvalda hefðu verið nýtt af um þrjú þúsund fyrirtækjum og um 65% fjárhæðarinnar farið til fyrirtækja í ferðaþjónustu eða skyldum greinum. Í öllum stærstu úrræðunum að lokunarstyrkjum frátöldum hafi ferðaþjónustan verið fyrirferðarmest. Í lokunarstyrkjunum hafi mest verið greitt til fyrirtækja í ýmissi persónulegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Þá var nefnt að viðspyrnustyrkir væru í vinnslu en það eru þeir sem kynna á til sögunnar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira