Thomas Tuchel, stjóri PSG, var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleiknum gegn Mónakó í gærkvöldi.
Frönsku meistararnir voru 2-0 yfir í hálfleik en í afleitum síðari hálfleik köstuðu Parísarliðið sigrinum frá sér.
Sigurmarkið skoraði Cesc Fabregas eftir mistök Abdou Diallo en Tuchel var allt annað en sáttur í leikslok.
„Katastrófa? Já, síðari hálfleikurinn. Við stýrðum leiknum og skoruðum tvö mörk og við hefðum getað skorað tvö í viðbót. Við fengum tækifæri,“ hefur Telefoot eftir Tuchel.
„Í síðari hálfleiknum höfðum við ekki sömu einbeitingu. Við vorum ekki nægilega einbeittir og unnum ekki boltann aftur jafn vel og við vörðumst nánast ekki.“
„Þetta er algjörlega okkur að kenna þetta tap þegar leiknum var nánast lokið í hálfleik. Leikmennirnir héldu að staðan hafi verið 3 eða 4-0 þegar hún var 2-0. Ég get ekki útskýrt þetta. Við hættum að spila og gerðum ekki nóg til þess að vinna leikinn.“
Parísarliðið er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar, á einmitt Mónakó, eftir ellefu umerðir.
Thomas Tuchel slams his PSG players for 'catastrophic' second-half against Monaco https://t.co/MY9sllI5Bg
— MailOnline Sport (@MailSport) November 21, 2020