Telur ferðaþjónustu lykilinn að hraðri viðspyrnu í vor Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 13:52 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni. Góðar fréttir af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni bárust í vikunni sem er að líða. Sigurður Ingi sló bjartsýnistón í ræðu sinni um þróun faraldursins og efnahagslífi Íslands. „Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefur okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf og það sem er mikilvægast að ferðaþjónustan geti aftur farið í gang og ráðið til sín starfsfólk,“ sagði hann en fundurinn fer fram í fjarfundi. Ferðaþjónustan væri lykillinn að hraðra viðspyrnu um allt land þar sem hún hafi verið mikilvæg viðbót við landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi hringinn í kringum landið. Metnaðarfull uppbygging í ferðaþjónustu hafi átt sér stað um allt land. Sér Sigurður Ingi fyrir sér hraðan viðsnúning á næstu mánuðum frá þeirri stöðu sem nú ríkir með tómum hótelum og glötuðum tækifærum þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu. „En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Og það hratt,“ sagði formaðurinn. Leggja til hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu Til þess að styðja framsókn ferðaþjónustunnar lýsti Sigurður Ingi hugmyndum flokks síns um að styrkja kvikmyndagerð á Íslandi enn frekar með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35% líkt og gert sé í löndum sem keppa við Ísland um verkefni á því sviði. Vísaði hann til könnunar á ferðavenjum sem sýndi að tæplega 40% ferðamanna sem komu til Íslands hafi tekið ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Í samgöngumálum fullyrti Sigurður Ingi að aldrei hefði verið fjárfest meir en þessar mundir og næstu ár. „Þar vil ég meina að framundan séu einu mestu umbreytingar sem sést hafa og að landsmenn hafi ekki upplifað annað eins framkvæmdatímabili,“ sagði hann. Uppbygging á vegakerfinu ætti sér ekki aðeins stað á landsbyggðinni heldur hafi einnig tekist að ná sáttum um framtíðarsýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Kvikmyndagerð á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni. Góðar fréttir af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni bárust í vikunni sem er að líða. Sigurður Ingi sló bjartsýnistón í ræðu sinni um þróun faraldursins og efnahagslífi Íslands. „Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefur okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf og það sem er mikilvægast að ferðaþjónustan geti aftur farið í gang og ráðið til sín starfsfólk,“ sagði hann en fundurinn fer fram í fjarfundi. Ferðaþjónustan væri lykillinn að hraðra viðspyrnu um allt land þar sem hún hafi verið mikilvæg viðbót við landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi hringinn í kringum landið. Metnaðarfull uppbygging í ferðaþjónustu hafi átt sér stað um allt land. Sér Sigurður Ingi fyrir sér hraðan viðsnúning á næstu mánuðum frá þeirri stöðu sem nú ríkir með tómum hótelum og glötuðum tækifærum þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu. „En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Og það hratt,“ sagði formaðurinn. Leggja til hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu Til þess að styðja framsókn ferðaþjónustunnar lýsti Sigurður Ingi hugmyndum flokks síns um að styrkja kvikmyndagerð á Íslandi enn frekar með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35% líkt og gert sé í löndum sem keppa við Ísland um verkefni á því sviði. Vísaði hann til könnunar á ferðavenjum sem sýndi að tæplega 40% ferðamanna sem komu til Íslands hafi tekið ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Í samgöngumálum fullyrti Sigurður Ingi að aldrei hefði verið fjárfest meir en þessar mundir og næstu ár. „Þar vil ég meina að framundan séu einu mestu umbreytingar sem sést hafa og að landsmenn hafi ekki upplifað annað eins framkvæmdatímabili,“ sagði hann. Uppbygging á vegakerfinu ætti sér ekki aðeins stað á landsbyggðinni heldur hafi einnig tekist að ná sáttum um framtíðarsýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Kvikmyndagerð á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira