Fimm leikjum er lokið í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter vann 4-2 sigur á Torino í fjörugum leik, Roma hafði betur gegn Parma og Bologna vann mikilvægan útisigur á Sampdoria.
Inter lenti undir undir lok fyrri hálfleiks gegn Torino á heimavelli og staðan varð enn verri á 92. mínútu er gestirnir tvöfölduðu forystuna.
Alexis Sanchez minnkaði á 64. mínútu og hann lagði svo upp jöfnunarmarki á Romelu Lukaku á 67. mínútu. Lukaku skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu eftir 84 mínútur og fjórða markið gerði Lautaro Martinez á 90. mínútu eftir undirbúning Lukaku.
Romelu Lukaku was directly involved in all FOUR Inter goals vs Torino:
— Squawka Football (@Squawka) November 22, 2020
64'
67'
84'
90'
Match-winner. pic.twitter.com/YRrQVAmGBO
Inter er þar af leiðandi í fimmta sæti deildarinnar með fimmtán stig en tveimur sætum ofar er Roma sem vann góðan 3-0 sigur á Parma á heimavelli. Henrikh Mkhitaryan lék á alls oddi og skoraði síðari tvö mörk Roma.
Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á bekknum hjá Bologna sem vann 2-1 sigur á Sampdoria á útivelli. Með sínum þriðja sigri á tímabilinu skaust Bologna upp í tólfta sæti deildarinnar.
Öll úrslit dagsins á Ítalíu:
Fiorentina - Benevento 0-1
Roma - Parma 3-0
Inter - Torino 4-2
Sampdoria - Bologna 1-2
Verona - Sassuolo 0-2