Manchester City sagt búið að missa áhugann á Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2020 11:00 Lionel Messi er ekki að skila sömu tölum og áður og Barca er bara í tólfta sæti í spænsku deildinni. EPA-EFE/Alejandro Garcia Lionel Messi er ekki á leiðinni til Manchestet City í sumar eins og margir voru búnir að spá. Sky Sports slær því upp hjá sér að enska félagið sé búið að missa áhugann á argentínska snillingnum. Lionel Messi er fæddur í júní 1987 og yrði því orðinn 34 ára gamall þegar hann mætti á æfingasvæðið hjá City næsta sumar. Aldur hans og launakröfur eru það sem fælir Manchester City frá samkvæmt heimildum Semra Hunter sem er sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum. Manchester City look to have ended their pursuit of Barcelona forward Lionel Messi— Sky Sports (@SkySports) November 22, 2020 Lionel Messi klárar samning sinn við Barcelona næsta sumar og hann mætti byrja að ræða við önnur félög strax í janúar. Pep Guardiola var að framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City til 2023 og það þótti sumum bara auka líkurnar að Messi kæmi. Samingur Pep Guardiola var undirritaður í síðustu viku en á fyrsta blaðamannafundinum á eftir þá talaði Pep hins vegar að hann vildi að Messi myndi klára feril sinn hjá Barcelona. Sky Sport slær síðan því upp í gær að Manchester City hafi ekki lengur áhuga á Messi. Málin eru því að þróast í þveröfuga átt en flestir héldu. Manchester City have reportedly ended their pursuit of Barcelona's Lionel Messi.Latest #football gossip https://t.co/Lodw7UrRYO #bbcfootball #MCFC #Barca pic.twitter.com/0feJvFspeN— BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2020 Það er ljóst að launakröfur Messi eru að flæjast fyrir forráðamönnum Manchester City en Argentínumaðurinn fær hundrað milljón evra í árslaun eða sextán milljarða íslenskra króna. Messi er sem sagt að fá yfir milljarð á mánuði í laun og geri aðrir betur. Þá er frammistaða kappans ekki að ýta undir áhugann. Lionel Messi hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum sínum í spænsku deildinni og hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sömu sjö leikjum. Messi hefur reyndar skorað í öllum þremur leikjum Barcelona í Meistaradeildinni sem hafa allir unnist. Í spænsku deildinni er markaleysi Messi greinilega að hrjá Barca liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr fyrir vikið í tólfta sæti deildarinnar. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Lionel Messi er ekki á leiðinni til Manchestet City í sumar eins og margir voru búnir að spá. Sky Sports slær því upp hjá sér að enska félagið sé búið að missa áhugann á argentínska snillingnum. Lionel Messi er fæddur í júní 1987 og yrði því orðinn 34 ára gamall þegar hann mætti á æfingasvæðið hjá City næsta sumar. Aldur hans og launakröfur eru það sem fælir Manchester City frá samkvæmt heimildum Semra Hunter sem er sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum. Manchester City look to have ended their pursuit of Barcelona forward Lionel Messi— Sky Sports (@SkySports) November 22, 2020 Lionel Messi klárar samning sinn við Barcelona næsta sumar og hann mætti byrja að ræða við önnur félög strax í janúar. Pep Guardiola var að framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City til 2023 og það þótti sumum bara auka líkurnar að Messi kæmi. Samingur Pep Guardiola var undirritaður í síðustu viku en á fyrsta blaðamannafundinum á eftir þá talaði Pep hins vegar að hann vildi að Messi myndi klára feril sinn hjá Barcelona. Sky Sport slær síðan því upp í gær að Manchester City hafi ekki lengur áhuga á Messi. Málin eru því að þróast í þveröfuga átt en flestir héldu. Manchester City have reportedly ended their pursuit of Barcelona's Lionel Messi.Latest #football gossip https://t.co/Lodw7UrRYO #bbcfootball #MCFC #Barca pic.twitter.com/0feJvFspeN— BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2020 Það er ljóst að launakröfur Messi eru að flæjast fyrir forráðamönnum Manchester City en Argentínumaðurinn fær hundrað milljón evra í árslaun eða sextán milljarða íslenskra króna. Messi er sem sagt að fá yfir milljarð á mánuði í laun og geri aðrir betur. Þá er frammistaða kappans ekki að ýta undir áhugann. Lionel Messi hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum sínum í spænsku deildinni og hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sömu sjö leikjum. Messi hefur reyndar skorað í öllum þremur leikjum Barcelona í Meistaradeildinni sem hafa allir unnist. Í spænsku deildinni er markaleysi Messi greinilega að hrjá Barca liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr fyrir vikið í tólfta sæti deildarinnar.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira