Margir skipverjanna enn óvinnufærir eftir hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 23. nóvember 2020 19:48 Jónas Þór Jónasson lögmaður stéttarfélaga skipverjanna. Vísir Margir skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni eru enn óvinnufærir eftir að hafa veikst af kórónuveirunni um borð fyrr í vetur. Sjópróf voru við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í dag vegna málsins. Skipverjar sögðust þar ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Lögmaður stéttarfélaga sjómannanna sem fóru fram á sjópróf segir að færa þurfi vinnumenningu á skipum og viðhorf til sjómanna á annan stall. „Þetta er mórall sem er búinn að vera um borð í íslenskum fiskiskipum um áratugaskeið. Menn vita það, eins og kom fram í sjóprófunum í dag, að ef þú hlýðir ekki fyrirmælum eða ferð inn í koju veikur eða vinnur ekki þína vinnu, þá eru miklar líkur á því að þú missir plássið,“ segir Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna. Hann segir þá liggja ljóst fyrir að sjómennirnir hafi veikst mismikið en það segi þó ekki alla söguna. Sumir sjómannanna glími enn við eftirköst þess að hafa sýkst af kórónuveirunni. Sumir séu enn óvinnufærir og kunni að hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.Vísir/Hafþór „Við megum ekki leyfa okkur að tala um þetta á óviðurkvæmilegan hátt eða af einhverju léttúð. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega og vonandi verður þetta mál til þess að við getum komið þessum málum, varðandi kúltúr og framkomu gagnvart skipverjum á íslenskum fiskiskipum á annan stall. Fulltrúar Hraðfrystihússins Gunnvarar, útgerðarinnar sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hafa ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu, þar sem það er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Þar hefur skipstjóri skipsins stöðu sakbornings. Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að rannsókn málsins sé á lokastigi og að innan tíðar komi í ljós hvort lengra verði farið með málið. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26 Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Margir skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni eru enn óvinnufærir eftir að hafa veikst af kórónuveirunni um borð fyrr í vetur. Sjópróf voru við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í dag vegna málsins. Skipverjar sögðust þar ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Lögmaður stéttarfélaga sjómannanna sem fóru fram á sjópróf segir að færa þurfi vinnumenningu á skipum og viðhorf til sjómanna á annan stall. „Þetta er mórall sem er búinn að vera um borð í íslenskum fiskiskipum um áratugaskeið. Menn vita það, eins og kom fram í sjóprófunum í dag, að ef þú hlýðir ekki fyrirmælum eða ferð inn í koju veikur eða vinnur ekki þína vinnu, þá eru miklar líkur á því að þú missir plássið,“ segir Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna. Hann segir þá liggja ljóst fyrir að sjómennirnir hafi veikst mismikið en það segi þó ekki alla söguna. Sumir sjómannanna glími enn við eftirköst þess að hafa sýkst af kórónuveirunni. Sumir séu enn óvinnufærir og kunni að hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.Vísir/Hafþór „Við megum ekki leyfa okkur að tala um þetta á óviðurkvæmilegan hátt eða af einhverju léttúð. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega og vonandi verður þetta mál til þess að við getum komið þessum málum, varðandi kúltúr og framkomu gagnvart skipverjum á íslenskum fiskiskipum á annan stall. Fulltrúar Hraðfrystihússins Gunnvarar, útgerðarinnar sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hafa ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu, þar sem það er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Þar hefur skipstjóri skipsins stöðu sakbornings. Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að rannsókn málsins sé á lokastigi og að innan tíðar komi í ljós hvort lengra verði farið með málið.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26 Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26
Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01