Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 00:06 Joe Biden er væntanlega ánægður með að valdaskiptin geti hafist. Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir enn ekki ósigur en hefur fyrirskipað starfsliði sínu og embættismönnum að aðstoða við valdaskiptin. CNN greinir frá og birtir bréf frá Emily Murphy, forsvarsmanni stofnunarinnar, til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Yfirleitt er undirskrift bréfsins sem heimilar það að starfsmenn hins verðandi forseta geti hafið vinnu við valdaskiptin formsatriði, en Murphy hafði hingað til neitað að skrifa undir bréfið. #Breaking: GSA’s Emily Murphy signs off and says the transition can begin, per @KristenhCNN pic.twitter.com/S6YKKQBrQR— Manu Raju (@mkraju) November 23, 2020 Þetta þýðir að embættismenn og starfsmenn stofnana Bandaríkjanna geta nú tekið við starfsmönnum valdaskiptateymis Bidens til þess að undirbúa valdaskiptin, auk þess sem að teymi Bidens fær fjármagn frá ríkinu til þess að vinna vinnu sínu. Fregnir af því að Murphy hafði skrifað undir bréfið bárust skömmu eftir að kjörstjórn í Michigan-ríki Bandaríkjanna gaf það endanlega út að Biden hafði haft sigur í ríkinu, sem minnkar enn þær litlu vonir sem Trump forseti hefur um að hægt verði að snúa við úrslitum kosninganna. Trump hefur hingað til neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í tveimur tístum í kvöld hrósar Trump Murphy fyrir að hafa skrifað undir umrætt bréf og segist hann hafa fyrirskipað starfsmönnum stofnunar hennar, sem og eigin starfsliði, að gera það sem þarf til þess að undirbúa samskipti við valdaskiptateymi Bidens. Hann virðist þó enn hafa trú á því að hann muni hafa betur í forsetakosningunum, þegar uppi er staðið, þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að málsóknir hans muni gera það að verkum að úrslitunum verði snúið við. ...fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir enn ekki ósigur en hefur fyrirskipað starfsliði sínu og embættismönnum að aðstoða við valdaskiptin. CNN greinir frá og birtir bréf frá Emily Murphy, forsvarsmanni stofnunarinnar, til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Yfirleitt er undirskrift bréfsins sem heimilar það að starfsmenn hins verðandi forseta geti hafið vinnu við valdaskiptin formsatriði, en Murphy hafði hingað til neitað að skrifa undir bréfið. #Breaking: GSA’s Emily Murphy signs off and says the transition can begin, per @KristenhCNN pic.twitter.com/S6YKKQBrQR— Manu Raju (@mkraju) November 23, 2020 Þetta þýðir að embættismenn og starfsmenn stofnana Bandaríkjanna geta nú tekið við starfsmönnum valdaskiptateymis Bidens til þess að undirbúa valdaskiptin, auk þess sem að teymi Bidens fær fjármagn frá ríkinu til þess að vinna vinnu sínu. Fregnir af því að Murphy hafði skrifað undir bréfið bárust skömmu eftir að kjörstjórn í Michigan-ríki Bandaríkjanna gaf það endanlega út að Biden hafði haft sigur í ríkinu, sem minnkar enn þær litlu vonir sem Trump forseti hefur um að hægt verði að snúa við úrslitum kosninganna. Trump hefur hingað til neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í tveimur tístum í kvöld hrósar Trump Murphy fyrir að hafa skrifað undir umrætt bréf og segist hann hafa fyrirskipað starfsmönnum stofnunar hennar, sem og eigin starfsliði, að gera það sem þarf til þess að undirbúa samskipti við valdaskiptateymi Bidens. Hann virðist þó enn hafa trú á því að hann muni hafa betur í forsetakosningunum, þegar uppi er staðið, þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að málsóknir hans muni gera það að verkum að úrslitunum verði snúið við. ...fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38
Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50