Freyr vildi ekki yfirgefa landsliðið fyrir dönsku meistarana Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 12:00 Freyr Alexandersson einbeittur á svip á hliðarlínunni á leik gegn Belgíu í Brussel í september. Getty/Soccrates Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland
EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Sjá meira
„Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00
Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti