Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 12:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra veltir fyrir sér verkfallsrétti flugvirkjanna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37
„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35
Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59