Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 17:01 Elín Metta Jensen skoraði eina markið þegar Ísland og Slóvakía mættust á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. vísir/vilhelm Með sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn á Slóvakía enn von um að komast á EM kvenna í fótbolta, á kostnað íslenska liðsins. Liðið verður hins vegar án síns aðalmarkaskorara vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er komið að síðustu leikjunum í baráttunni um sæti á EM í Englandi en Slóvakía og Ísland mætast ytra á fimmtudag kl. 17 að íslenskum tíma. Svíþjóð tryggði sér sigur í F-riðli með því að vinna Ísland í síðasta mánuði. Ísland og Slóvakía berjast um 2. sæti en jafntefli eða sigur á fimmtudaginn tryggir Íslandi það sæti. Liðið í 2. sæti fer í umspil, eða beint á EM ef árangur þess er nægilega góður í samanburði við aðra riðla. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaumferðinni 1. desember, þegar Slóvakía mætir Svíþjóð. Valdi stóran hóp til öryggis Peter Kopun, þjálfari Slóvaka, valdi 25 manna hóp fyrir komandi leiki með það í huga að einhver forföll gætu orðið vegna faraldursins. Það reyndist góð ákvörðun því Patrícia Hmírová, markahrókur pólska liðsins Górnik Leczna, greindist með kórónuveiruna. Um sannkallað áfall er að ræða fyrir slóvakíska liðið sem hefur aðeins skorað fimm mörk í sínum sex leikjum í undankeppninni. Hmírová hefur nefnilega skorað fjögur þeirra, eða 80%. Hér má sjá mörk hennar gegn Lettlandi í síðasta mánuði, bæði úr vítum, og þriðja víti hennar sem fór hins vegar forgörðum: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Slóvakíu en þrátt fyrir að vera mikið sterkari aðilinn varð Ísland að láta sér nægja 1-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrrahaust. Elín Metta Jensen skoraði þá sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Hmírová kom sér einmitt í dauðafæri undir lok þess leiks, langbesta færi Slóvaka, en skaut þá framhjá. Ísland einnig án lykilmanns Ísland verður einnig án lykilleikmanns í síðustu leikjunum í undankeppninni því Dagný Brynjarsdóttir varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sandra María Jessen er heldur ekki með vegna sóttkvíar eftir smit í herbúðum Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir neyðst til að hætta við leikina vegna meiðsla og Hólmfríður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Með sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn á Slóvakía enn von um að komast á EM kvenna í fótbolta, á kostnað íslenska liðsins. Liðið verður hins vegar án síns aðalmarkaskorara vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er komið að síðustu leikjunum í baráttunni um sæti á EM í Englandi en Slóvakía og Ísland mætast ytra á fimmtudag kl. 17 að íslenskum tíma. Svíþjóð tryggði sér sigur í F-riðli með því að vinna Ísland í síðasta mánuði. Ísland og Slóvakía berjast um 2. sæti en jafntefli eða sigur á fimmtudaginn tryggir Íslandi það sæti. Liðið í 2. sæti fer í umspil, eða beint á EM ef árangur þess er nægilega góður í samanburði við aðra riðla. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaumferðinni 1. desember, þegar Slóvakía mætir Svíþjóð. Valdi stóran hóp til öryggis Peter Kopun, þjálfari Slóvaka, valdi 25 manna hóp fyrir komandi leiki með það í huga að einhver forföll gætu orðið vegna faraldursins. Það reyndist góð ákvörðun því Patrícia Hmírová, markahrókur pólska liðsins Górnik Leczna, greindist með kórónuveiruna. Um sannkallað áfall er að ræða fyrir slóvakíska liðið sem hefur aðeins skorað fimm mörk í sínum sex leikjum í undankeppninni. Hmírová hefur nefnilega skorað fjögur þeirra, eða 80%. Hér má sjá mörk hennar gegn Lettlandi í síðasta mánuði, bæði úr vítum, og þriðja víti hennar sem fór hins vegar forgörðum: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Slóvakíu en þrátt fyrir að vera mikið sterkari aðilinn varð Ísland að láta sér nægja 1-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrrahaust. Elín Metta Jensen skoraði þá sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Hmírová kom sér einmitt í dauðafæri undir lok þess leiks, langbesta færi Slóvaka, en skaut þá framhjá. Ísland einnig án lykilmanns Ísland verður einnig án lykilleikmanns í síðustu leikjunum í undankeppninni því Dagný Brynjarsdóttir varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sandra María Jessen er heldur ekki með vegna sóttkvíar eftir smit í herbúðum Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir neyðst til að hætta við leikina vegna meiðsla og Hólmfríður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15