Flytja mann með þyrlu til Reykjavíkur vegna vinnuslyss Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 18:09 Aðeins ein þyrla Landhelgisgæslunnar er flughæf sem stendur. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 18:20: Meiðsli þeirra sem lentu í umferðarslysinu voru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu. Því verður sá sem lenti í vinnuslysinu fluttur með þyrlunni frá Selfossflugvelli á Landspítalann, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli nú fyrir skömmu til að bregðast við útkalli vegna vinnuslyss á Suðurlandi. Stuttu síðar barst önnur beiðni um liðsinni þyrlusveitarinnar vegna umferðarslyss undir Ingólfsfjalli. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að ráðgert hafi verið að þyrlan myndi fljúga til móts við sjúkrabíl og lenda á Selfossflugvelli vegna fyrra útkallsins sem barst. Í ljósi þess að annað útkall hafi borist verði hins vegar að meta aðstæður, en að svo stöddu ekki liggur fyrir hvernig aðgerðum gæslunnar verður háttað. Þyrlan sem nú er flogið á Suðurland er eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar sem stendur, en vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni stendur nú yfir. Ásgeir kveðst ekki geta fullyrt að hægt hefði verið að senda út tvær þyrlur ef vinnustöðvunin stæði ekki yfir. „Staðan er sú að það er ein þyrla og tvö útköll á sama tíma. Það vill svo til að þetta er á svipuðum slóðum og fyrirkomulagið verður bara metið, hvernig flutningi verður háttað,“ segir Ásgeir. Fyrr í dag flaug þyrlan á Suðurland og flutti mann til Reykjavíkur sem lent hafði í vinnuslysi í Biskupstungum. Landhelgisgæslan Vinnuslys Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Uppfært klukkan 18:20: Meiðsli þeirra sem lentu í umferðarslysinu voru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu. Því verður sá sem lenti í vinnuslysinu fluttur með þyrlunni frá Selfossflugvelli á Landspítalann, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli nú fyrir skömmu til að bregðast við útkalli vegna vinnuslyss á Suðurlandi. Stuttu síðar barst önnur beiðni um liðsinni þyrlusveitarinnar vegna umferðarslyss undir Ingólfsfjalli. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að ráðgert hafi verið að þyrlan myndi fljúga til móts við sjúkrabíl og lenda á Selfossflugvelli vegna fyrra útkallsins sem barst. Í ljósi þess að annað útkall hafi borist verði hins vegar að meta aðstæður, en að svo stöddu ekki liggur fyrir hvernig aðgerðum gæslunnar verður háttað. Þyrlan sem nú er flogið á Suðurland er eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar sem stendur, en vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni stendur nú yfir. Ásgeir kveðst ekki geta fullyrt að hægt hefði verið að senda út tvær þyrlur ef vinnustöðvunin stæði ekki yfir. „Staðan er sú að það er ein þyrla og tvö útköll á sama tíma. Það vill svo til að þetta er á svipuðum slóðum og fyrirkomulagið verður bara metið, hvernig flutningi verður háttað,“ segir Ásgeir. Fyrr í dag flaug þyrlan á Suðurland og flutti mann til Reykjavíkur sem lent hafði í vinnuslysi í Biskupstungum.
Landhelgisgæslan Vinnuslys Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira