Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 20:51 Hildur með Grammy-verðlaunin sem hún vann til fyrir tónlistina í Chernobyl. Hún er nú tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í Joker. Alberto E. Rodriguez/Getty Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til tvennra Grammy-verðlaunanna 2021. Annars vegar í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og fyrir bestu útsetningu fyrir tónverkið Bathroom Dance, úr sömu kvikmynd. Verðlaunahátíðin fer fram í lok janúar á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem Hildur er tilnefnd til hinna virtu tónlistarverðlauna fyrir tónverk sitt en hún vann verðlaunin í ár fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur er langt frá því að vera óvön því að veita verðlaunum viðtöku, en fyrir tónlistina í Joker hefur hún unnið til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Þau sem eru tilnefnd með Hildi í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar eru Max Richter fyrir tónlistina í kvikmyndinni Ad Astra, Kamasi Washington fyrir tónlistina úr heimildamyndinni Becoming, Thomas Newman fyrir tónlistina úr kvikmyndinni 1917 og John Williams fyrir tónlistina úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Tveir síðastnefndu voru einnig tilnefndir til Óskarsverðlauna á þessu ári en þar bar Hildur sigur úr býtum. Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason einnig tilnefnd Hildur er þó ekki eini fulltrúi Íslands á Grammy-verðlaununum 2021. Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er tilnefndur til verðlaunanna í flokki besta hljómsveitarflutningar. Í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar segir: „Á disknum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.“ Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Það gerðist fyrst árið 2009, og þá í sama flokki og nú. Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til tvennra Grammy-verðlaunanna 2021. Annars vegar í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og fyrir bestu útsetningu fyrir tónverkið Bathroom Dance, úr sömu kvikmynd. Verðlaunahátíðin fer fram í lok janúar á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem Hildur er tilnefnd til hinna virtu tónlistarverðlauna fyrir tónverk sitt en hún vann verðlaunin í ár fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur er langt frá því að vera óvön því að veita verðlaunum viðtöku, en fyrir tónlistina í Joker hefur hún unnið til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Þau sem eru tilnefnd með Hildi í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar eru Max Richter fyrir tónlistina í kvikmyndinni Ad Astra, Kamasi Washington fyrir tónlistina úr heimildamyndinni Becoming, Thomas Newman fyrir tónlistina úr kvikmyndinni 1917 og John Williams fyrir tónlistina úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Tveir síðastnefndu voru einnig tilnefndir til Óskarsverðlauna á þessu ári en þar bar Hildur sigur úr býtum. Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason einnig tilnefnd Hildur er þó ekki eini fulltrúi Íslands á Grammy-verðlaununum 2021. Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er tilnefndur til verðlaunanna í flokki besta hljómsveitarflutningar. Í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar segir: „Á disknum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.“ Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Það gerðist fyrst árið 2009, og þá í sama flokki og nú.
Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira