Covid-19 flæðir yfir Miðvesturríkin: „Okkur líður eins og við séum að drukkna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 22:06 Heilbrigðisstarfsfólk á spítala í Madison í Wisconsin. AP/John Hart Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira