Kolbeinn skýtur föstum skotum á Brynjar: „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 22:57 Kolbeinn segir að halda mætti að Brynjar hafi sleppt því að vera vakandi síðustu mánuði. Vísir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar gagnrýninn á starfsbróður sinn á þingi, Brynjar Níelsson, í Facebook-færslu sem hann birti í kvöld. Hann segist farinn að halda að Brynjar hafi ekki aðeins sleppt því að mæta á nefndarfundi, „heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Eins og fjallað hefur verið um er Brynjar, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hættur að mæta á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og segir störf hennar „sjónarspil og pólitíska leiki.“ Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og hefur meðal annars sagst „hættur meðvirkni“ með þeim. Eins hefur hann sagt að engin rök hafi verið færð í því að samhengi sé á milli sóttvarnaaðgerða og fækkun þeirra sem daglega greinast með kórónuveiruna. Kýs að nýta ekki réttinn til að haga sér eins og bjáni Í færslu sinni segir Kolbeinn að Brynjar virðist telja það vera sitt hlutverk að „kasta bara einhverju fram án nokkurs rökstuðnings,“ undir þeim formerkjum að hlutverk hans felist í því að spyrja spurninga. „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum. Öllum hans spurningum hefur verið svarað í bak og fyrir, af sóttvarnaryfirvöldum og heilbrigðisráðherra. Spurningum um valdheimildir hefur verið svarað, t.d. á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ég hef einmitt mætt á.“ Þá kveðst Kolbeinn líta á það sem hlutverk þingmanna, að sér meðtöldum, að taka ákvarðanir byggðar á vísindum og taka þátt í því að takast á við veiruna með þjóðinni. Hann segir þá rétt sinn til þess að haga sér „eins og bjáni“ ótvíræðan. Hann kjósi hins vegar að nýta sér hann ekki í miðjum heimsfaraldri. „Steininn tekur þó úr þegar Brynjar er farinn að efast um sóttvarnaraðgerðir. Spurður í Kastljósi um þá staðreynd að aðgerðirnar hafa virkað, segir hann að allar aðgerðir hafi verið settar þegar bylgjan sé á niðurleið. Ég er farinn að halda að Brynjar hafi ekki bara sleppt því að mæta á nefndarfundi heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Það er verið að höggva í sama knérunn að tjá sig um orð Brynjars Níelssonar um sóttvarnir. Ég get einfaldlega ekki orða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 24 November 2020 Vísaði Kolbeinn þar til viðtals við Brynjar í Kastljósi í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið notuð í pólitískum upphlaupum, og vísaði þar sérstaklega til umfjöllunar nefndarinnar um vanhæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég er ekkert að eyða tíma mínum í svona leikþætti meira en ég þarf,“ sagði Brynjar meðal annars. „Veit Brynjar þetta ekki?“ Kolbeinn segir þá að Brynjar geti einfaldlega flett upp í gögnum, séð hvenær aðgerðir voru settar á og skoðað þróun smita fyrir og eftir aðgerðir, auk þess hvernig stundum hafi þurft að herða aðgerðir þegar smittölur voru á uppleið. „Veit Brynjar þetta ekki? Eða nennti hann ekki að fletta þessu upp og finnst ekki skipta máli að vera með staðreyndir á hreinu í umræðu um þetta mál, stærsta mál sem stjórnmál og samfélag hafa þurft að takast á við síðustu áratugi?“ spyr Kolbeinn, sem segir það heppni að í ráðherrastólum sitji fólk sem taki hlutina alvarlega. „Að sóttvarnaryfirvöld hafa sýnt skynsemi og varfærni í tillögum sínum og að þjóðin hefur sýnt þá samstöðu sem komið hefur okkur í þá stöðu sem við erum í hvað faraldurinn varðar, þar sem samanburður við önnur lönd sýnir hve vel við stöndum,“ skrifar Kolbeinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40 Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14 „Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar gagnrýninn á starfsbróður sinn á þingi, Brynjar Níelsson, í Facebook-færslu sem hann birti í kvöld. Hann segist farinn að halda að Brynjar hafi ekki aðeins sleppt því að mæta á nefndarfundi, „heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Eins og fjallað hefur verið um er Brynjar, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hættur að mæta á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og segir störf hennar „sjónarspil og pólitíska leiki.“ Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og hefur meðal annars sagst „hættur meðvirkni“ með þeim. Eins hefur hann sagt að engin rök hafi verið færð í því að samhengi sé á milli sóttvarnaaðgerða og fækkun þeirra sem daglega greinast með kórónuveiruna. Kýs að nýta ekki réttinn til að haga sér eins og bjáni Í færslu sinni segir Kolbeinn að Brynjar virðist telja það vera sitt hlutverk að „kasta bara einhverju fram án nokkurs rökstuðnings,“ undir þeim formerkjum að hlutverk hans felist í því að spyrja spurninga. „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum. Öllum hans spurningum hefur verið svarað í bak og fyrir, af sóttvarnaryfirvöldum og heilbrigðisráðherra. Spurningum um valdheimildir hefur verið svarað, t.d. á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ég hef einmitt mætt á.“ Þá kveðst Kolbeinn líta á það sem hlutverk þingmanna, að sér meðtöldum, að taka ákvarðanir byggðar á vísindum og taka þátt í því að takast á við veiruna með þjóðinni. Hann segir þá rétt sinn til þess að haga sér „eins og bjáni“ ótvíræðan. Hann kjósi hins vegar að nýta sér hann ekki í miðjum heimsfaraldri. „Steininn tekur þó úr þegar Brynjar er farinn að efast um sóttvarnaraðgerðir. Spurður í Kastljósi um þá staðreynd að aðgerðirnar hafa virkað, segir hann að allar aðgerðir hafi verið settar þegar bylgjan sé á niðurleið. Ég er farinn að halda að Brynjar hafi ekki bara sleppt því að mæta á nefndarfundi heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“ Það er verið að höggva í sama knérunn að tjá sig um orð Brynjars Níelssonar um sóttvarnir. Ég get einfaldlega ekki orða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 24 November 2020 Vísaði Kolbeinn þar til viðtals við Brynjar í Kastljósi í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið notuð í pólitískum upphlaupum, og vísaði þar sérstaklega til umfjöllunar nefndarinnar um vanhæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég er ekkert að eyða tíma mínum í svona leikþætti meira en ég þarf,“ sagði Brynjar meðal annars. „Veit Brynjar þetta ekki?“ Kolbeinn segir þá að Brynjar geti einfaldlega flett upp í gögnum, séð hvenær aðgerðir voru settar á og skoðað þróun smita fyrir og eftir aðgerðir, auk þess hvernig stundum hafi þurft að herða aðgerðir þegar smittölur voru á uppleið. „Veit Brynjar þetta ekki? Eða nennti hann ekki að fletta þessu upp og finnst ekki skipta máli að vera með staðreyndir á hreinu í umræðu um þetta mál, stærsta mál sem stjórnmál og samfélag hafa þurft að takast á við síðustu áratugi?“ spyr Kolbeinn, sem segir það heppni að í ráðherrastólum sitji fólk sem taki hlutina alvarlega. „Að sóttvarnaryfirvöld hafa sýnt skynsemi og varfærni í tillögum sínum og að þjóðin hefur sýnt þá samstöðu sem komið hefur okkur í þá stöðu sem við erum í hvað faraldurinn varðar, þar sem samanburður við önnur lönd sýnir hve vel við stöndum,“ skrifar Kolbeinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40 Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14 „Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. 24. nóvember 2020 18:40
Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. 24. nóvember 2020 14:14
„Þú vælir eins og stunginn grís“ Fjörlegar umræður sköpuðust um sóttvarnaaðgerðir á Sprengisandi í dag. 15. nóvember 2020 14:50
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“