„Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:32 Svala Björgvins segir að sem Kali í Steed Lord hafi hún náð að tjá sig algjörlega með hári, förðun og búningum. HI beauty „Það er verið að framleiða í raun og veru poppstjörnur og minna verið að fara eftir því hvernig manneskjan er í raun og veru,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir um það þegar hún skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning. „Ég var með mjög sterkan stíl þegar ég skrifaði undir og var búin að vera að gera mína eigin músík síðan ég var 16 ára þannig að ég var með mjög mótaðan stíl sjálf. Ég fer inn í þetta batterí að skrifa undir ofboðslega stóran plötusamning í Bandaríkjunum og ég fékk stílista og hitt og þetta og það var verið að móta mig og segja mér hvernig ég ætti að klæða mig og vera og allt svoleiðis. Það var alveg stundum erfitt því að ég var ekkert alltaf sammála því hvernig ég átti að líta út. Ég þurfti að vera ákveðið grönn og hárið þurfti að vera svona og fötin.“ Svala er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka. Eftir að Svala skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning árið 1999 var henni sagt að hún þyrfti að höfða til ákveðins markhóps og fleira þess háttar og hún viðurkennir að þetta tímabil hafi verið ruglandi. „Svo var ég í blöðum sem voru kannski meira fyrir karlmenn og þá þurfti ég að vera sexý. Þetta var mjög ruglingslegt. Ég var náttúrulega nýútskrifuð úr menntaskóla. Þannig að þetta ruglaði mann alveg og maður vissi ekki alveg stundum hver maður átti að vera. En ég meina þetta var samt ótrúlega gaman, maður var að ganga í rándýrum fötum og skóm og með skartgripi og að vinna með æðislegum förðunarfræðingum og ljósmyndurum.“ Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild sinni og heyra allt um vörurnar sem Svala notar, en þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty verða sýndir hér á Vísi á miðvikudögum. Klippa: Snyrtiborðið með HI beauty - Svala Björgvins Þegar Svala varð Kali Fyrst eftir að Svala skrifaði undir plötusamningin var förðunin oftast ekki ýkt heldur meira „beauty makeup“ en hún rifjar upp að augabrúnirnar hafi á þessum tíma verið mjög mjóar. Það var svo seinna á ferlinum sem hún fór að tjá sig meira með förðuninni. „Það var ekki fyrr en ég fer í Steed Lord, stofna það, að ég fer í eitthvað crazy og listrænt.“ Svala segir að á þessum tíma hafi hún geta verið „over the top“ og nákvæmlega eins og hún vildi vera. „Steed Lord var auðvitað eitthvað sem ég bjó til með fyrrverandi manninum mínum og bræðrum hans. Við náttúrulega gerðum allt. Við sömdum tónlistina, pródúseruðum hana, gáfum hana út og gerðum okkar eigin myndbönd. Í raun og veru var þetta algjörlega ég að tjá mig í gegnum búninga og förðun og karaktera.“ Undir listamannsnafninu Kali fór söngkonan miklu lengra í förðun, hári og búningum þegar kom að tónlistarmyndböndum og tónleikum. Allt var þetta hluti af því að aðskilja sig aðeins frá Svölu dóttur Björgvins Halldórssonar, sem allir landsmenn þekktu mest fyrir fallegu jólalögin og plötuna The real me. „Ég var búin að fá gjörsamlega ógeð af því og langaði að flýja allt það. Ég vildi fá að vera skapandi og fá að hafa allt frelsi sem ég gat.“ Kali varð þannig hennar „alter ego“ eða annað sjálf, sem hún er enn með í dag. Svala og hundurinn Sósa hittu þær Heiði og Ingunni í Snyrtiborðinu með HI beauty.HI beauty Snemma byrjuð að spá í öldrun húðarinnar Steed Lord byrjaði á Myspace en Svala segir að svo hafi þetta sprungið hratt út og á innan við þremur mánuðum hafi plötusnúðar um allan heim verið byrjaðir að spila lögin þeirra og í kjölfarið spiluðu þau um allan heim. Svala farðaði sig þá oftast sjálf á þessum tíma og hefur í gegnum tíðina oft gert það fyrir verkefni en hefur þó líka fengið tækifæri til að vinna með hæfileikaríkum förðunarfræðingum. „Í One, two, three myndbandinu þar sem ég er eins og geisha, þá vann ég með Hebu Þóris sem er rosalega góð vinkona mín og hefur gert allar Quentin Tarantino myndirnar.“ „Ég byrjaði að nota anti aging krem þegar ég var tvítug,“ segir Svala þegar hún byrjar að segja ræða snyrtivörur. Hún fer þar meðal annars yfir leyndarmálið á bak við húðina sína. „Ég lita alltaf hárið á mér sjálf,“ játaði Svala svo þegar talið barst að hárinu en hún hefur notað sama litinn í mörg ár. Í þættinum ræðir Svala einnig um valið á Kali nafninu, bucketlistann sinn, drauma sína um bókaskrif og auðvitað líka uppáhalds snyrtivörur, hárvörur og förðunarvörur sínar. Svo fengu þær Ingunn og Heiður söngkonuna til að sýna hvernig hún notar gervihár til að gera taglið sitt fræga. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir á miðvikudögum hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty Förðun Tónlist Tíska og hönnun HI beauty Tengdar fréttir Kíkja í snyrtitöskuna hjá þekktum Íslendingum í nýjum þáttum Á miðvikudag fara af stað þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi. Það eru förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir Sem mynda dúóið HI beauty. Í þáttunum hitta þær þekkta Íslendinga og tala um allt á milli himins og jarðar tengt förðun og snyrtivörum. 22. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það er verið að framleiða í raun og veru poppstjörnur og minna verið að fara eftir því hvernig manneskjan er í raun og veru,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir um það þegar hún skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning. „Ég var með mjög sterkan stíl þegar ég skrifaði undir og var búin að vera að gera mína eigin músík síðan ég var 16 ára þannig að ég var með mjög mótaðan stíl sjálf. Ég fer inn í þetta batterí að skrifa undir ofboðslega stóran plötusamning í Bandaríkjunum og ég fékk stílista og hitt og þetta og það var verið að móta mig og segja mér hvernig ég ætti að klæða mig og vera og allt svoleiðis. Það var alveg stundum erfitt því að ég var ekkert alltaf sammála því hvernig ég átti að líta út. Ég þurfti að vera ákveðið grönn og hárið þurfti að vera svona og fötin.“ Svala er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka. Eftir að Svala skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning árið 1999 var henni sagt að hún þyrfti að höfða til ákveðins markhóps og fleira þess háttar og hún viðurkennir að þetta tímabil hafi verið ruglandi. „Svo var ég í blöðum sem voru kannski meira fyrir karlmenn og þá þurfti ég að vera sexý. Þetta var mjög ruglingslegt. Ég var náttúrulega nýútskrifuð úr menntaskóla. Þannig að þetta ruglaði mann alveg og maður vissi ekki alveg stundum hver maður átti að vera. En ég meina þetta var samt ótrúlega gaman, maður var að ganga í rándýrum fötum og skóm og með skartgripi og að vinna með æðislegum förðunarfræðingum og ljósmyndurum.“ Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild sinni og heyra allt um vörurnar sem Svala notar, en þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty verða sýndir hér á Vísi á miðvikudögum. Klippa: Snyrtiborðið með HI beauty - Svala Björgvins Þegar Svala varð Kali Fyrst eftir að Svala skrifaði undir plötusamningin var förðunin oftast ekki ýkt heldur meira „beauty makeup“ en hún rifjar upp að augabrúnirnar hafi á þessum tíma verið mjög mjóar. Það var svo seinna á ferlinum sem hún fór að tjá sig meira með förðuninni. „Það var ekki fyrr en ég fer í Steed Lord, stofna það, að ég fer í eitthvað crazy og listrænt.“ Svala segir að á þessum tíma hafi hún geta verið „over the top“ og nákvæmlega eins og hún vildi vera. „Steed Lord var auðvitað eitthvað sem ég bjó til með fyrrverandi manninum mínum og bræðrum hans. Við náttúrulega gerðum allt. Við sömdum tónlistina, pródúseruðum hana, gáfum hana út og gerðum okkar eigin myndbönd. Í raun og veru var þetta algjörlega ég að tjá mig í gegnum búninga og förðun og karaktera.“ Undir listamannsnafninu Kali fór söngkonan miklu lengra í förðun, hári og búningum þegar kom að tónlistarmyndböndum og tónleikum. Allt var þetta hluti af því að aðskilja sig aðeins frá Svölu dóttur Björgvins Halldórssonar, sem allir landsmenn þekktu mest fyrir fallegu jólalögin og plötuna The real me. „Ég var búin að fá gjörsamlega ógeð af því og langaði að flýja allt það. Ég vildi fá að vera skapandi og fá að hafa allt frelsi sem ég gat.“ Kali varð þannig hennar „alter ego“ eða annað sjálf, sem hún er enn með í dag. Svala og hundurinn Sósa hittu þær Heiði og Ingunni í Snyrtiborðinu með HI beauty.HI beauty Snemma byrjuð að spá í öldrun húðarinnar Steed Lord byrjaði á Myspace en Svala segir að svo hafi þetta sprungið hratt út og á innan við þremur mánuðum hafi plötusnúðar um allan heim verið byrjaðir að spila lögin þeirra og í kjölfarið spiluðu þau um allan heim. Svala farðaði sig þá oftast sjálf á þessum tíma og hefur í gegnum tíðina oft gert það fyrir verkefni en hefur þó líka fengið tækifæri til að vinna með hæfileikaríkum förðunarfræðingum. „Í One, two, three myndbandinu þar sem ég er eins og geisha, þá vann ég með Hebu Þóris sem er rosalega góð vinkona mín og hefur gert allar Quentin Tarantino myndirnar.“ „Ég byrjaði að nota anti aging krem þegar ég var tvítug,“ segir Svala þegar hún byrjar að segja ræða snyrtivörur. Hún fer þar meðal annars yfir leyndarmálið á bak við húðina sína. „Ég lita alltaf hárið á mér sjálf,“ játaði Svala svo þegar talið barst að hárinu en hún hefur notað sama litinn í mörg ár. Í þættinum ræðir Svala einnig um valið á Kali nafninu, bucketlistann sinn, drauma sína um bókaskrif og auðvitað líka uppáhalds snyrtivörur, hárvörur og förðunarvörur sínar. Svo fengu þær Ingunn og Heiður söngkonuna til að sýna hvernig hún notar gervihár til að gera taglið sitt fræga. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir á miðvikudögum hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty
Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir á miðvikudögum hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty
Förðun Tónlist Tíska og hönnun HI beauty Tengdar fréttir Kíkja í snyrtitöskuna hjá þekktum Íslendingum í nýjum þáttum Á miðvikudag fara af stað þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi. Það eru förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir Sem mynda dúóið HI beauty. Í þáttunum hitta þær þekkta Íslendinga og tala um allt á milli himins og jarðar tengt förðun og snyrtivörum. 22. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Kíkja í snyrtitöskuna hjá þekktum Íslendingum í nýjum þáttum Á miðvikudag fara af stað þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi. Það eru förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir Sem mynda dúóið HI beauty. Í þáttunum hitta þær þekkta Íslendinga og tala um allt á milli himins og jarðar tengt förðun og snyrtivörum. 22. nóvember 2020 13:00