Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2020 08:55 Jón Eiríksson var gjarnan kallaður Drangeyjarjarl enda tíður gestur í eynni. Siv Friðleifsdóttir Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir
Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira