Eitt ár í lífi barns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 11:01 Í gær mælti félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof, þar eru lagðar til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði. Þau börn sem fæðist núna eftir áramótin eiga rétt að njóta samvista við foreldra sína í heilt ár að jöfnu, eða a.m.k. 5 mánuði og eru 2 mánuðir sem foreldrar geta skipt á milli sín. Einnig eru lagðar fram fleiri breytingar á útfærslu fæðingarorlofsins, þar er að finna tillögur sem komu út úr vinnu nefndar sem félags- og barnamálaráðherra skipaði á síðasta ári og hafði það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni. Sú endurskoðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að efla fæðingarorlofskerfið og það hefur tekist því alls er gert ráð fyrir að 19,1 ma. króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021 sem er tæplega tvöföldun á þeim fjármunum sem fóru til málaflokksins árið 2017, á verðlagi hvors árs. Einstæðir foreldrar Í frumvarpinu er að finna breytingar sem gefur einstæðum foreldrum tækifæri að nýta sér þann rétt sem foreldris sem af einhverjum ástæðum er ekki til staðar. Líkt og þegar ekki hefur reynst mögulegt að feðra barn samkvæmt barnalögum, þegar foreldri er gert að sæta nálgunarbanni eða brottvísun af heimili samkvæmt lögum um nálgunbann eða þegar umgengni annars foreldris við barnið er engin eða hún verulega takmörkuð. Þegar annað foreldrið hefur ekki rétt til töku orlofs í sínu heimaríki er hægt að yfirfæra réttinn milli foreldra. Fæðingarstyrkur fyrir konur af landsbyggðinni Það er ekki bara María Mey sem þarf milli byggðarlaga til að eignast barn. Fæðingarstöðum á landinu hefur fækkað á síðustu áratugum og eru nú einungis 8 fæðingardeildir á landinu og ein fæðingarstofa. Konur þurfa ekki lengur að ferðast til fæðingarstaðar á asna en þær þurfa í nokkrum tilfellum að ferðast töluvert. Ef um áhættufæðingu er að ræða þurfa þær að fara til Reykjavíkur og dæmi eru um að konur þurfa að vera fjarri heimili sínu og fjölskyldu jafnvel í nokkrar vikur bæði fyrir og eitthvað eftir fæðingu barns síns. Það er því ánægjulegt að í nýju fæðingarorlofi er gert ráð fyrir fæðingarstyrk í þeim tilvikum og þá er tekið tillit til þess að kona þarf að dvelja í einhvern tíma fyrir áætlaðan fæðingardag fjarri heimili sínu. Framsókn og fæðingarorlof Það kemur ekki á óvart að breytingum á fæðingarorlofinu sé komið í framkvæmd á vakt Framsóknarflokksins í ráðuneytinu. Framsóknarflokkurinn hefur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta réttindi verðandi foreldra, það var Páll Pétursson þáverandi félagsmálaráðherra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka foreldraorlof. Það þótti mikilvægt að binda í lög rétt barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns. Tímamótaáfangi Í sameiginlegri umsögn prófessors í félagsráðgjöf og dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands um frumvarpið kemur meðal annars fram að lengingin á rétti foreldra til fæðingarorlofs sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sé tímamótaáfangi til hagsbóta fyrir fjölskyldur í þágu hagsmuna barna og foreldrajafnréttis. Jafnframt kemur fram að ítrekaðar kannanir meðal foreldra sýni að sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs sé sérstaklega mikilvægur þegar fjölskyldur deila ekki lögheimili, en stór hluti feðra sem deilir ekki lögheimili með börnum sínum nýtir sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Bilið brúað Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. En fæðingarorlof verður að endurspegla samfélagsgerð á hverjum tíma og því er nauðsynlegt að taka þessi mál upp reglulega til að bæta og aðlaga. Til hamingju með þetta mikilvæga skref í velferð barna og með því er líka verið að stíga mikilvægt skref í jafnrétti foreldra til að njóta samvista við nýjan fjölskyldumeðlim. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Félagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í gær mælti félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof, þar eru lagðar til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði. Þau börn sem fæðist núna eftir áramótin eiga rétt að njóta samvista við foreldra sína í heilt ár að jöfnu, eða a.m.k. 5 mánuði og eru 2 mánuðir sem foreldrar geta skipt á milli sín. Einnig eru lagðar fram fleiri breytingar á útfærslu fæðingarorlofsins, þar er að finna tillögur sem komu út úr vinnu nefndar sem félags- og barnamálaráðherra skipaði á síðasta ári og hafði það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni. Sú endurskoðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að efla fæðingarorlofskerfið og það hefur tekist því alls er gert ráð fyrir að 19,1 ma. króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021 sem er tæplega tvöföldun á þeim fjármunum sem fóru til málaflokksins árið 2017, á verðlagi hvors árs. Einstæðir foreldrar Í frumvarpinu er að finna breytingar sem gefur einstæðum foreldrum tækifæri að nýta sér þann rétt sem foreldris sem af einhverjum ástæðum er ekki til staðar. Líkt og þegar ekki hefur reynst mögulegt að feðra barn samkvæmt barnalögum, þegar foreldri er gert að sæta nálgunarbanni eða brottvísun af heimili samkvæmt lögum um nálgunbann eða þegar umgengni annars foreldris við barnið er engin eða hún verulega takmörkuð. Þegar annað foreldrið hefur ekki rétt til töku orlofs í sínu heimaríki er hægt að yfirfæra réttinn milli foreldra. Fæðingarstyrkur fyrir konur af landsbyggðinni Það er ekki bara María Mey sem þarf milli byggðarlaga til að eignast barn. Fæðingarstöðum á landinu hefur fækkað á síðustu áratugum og eru nú einungis 8 fæðingardeildir á landinu og ein fæðingarstofa. Konur þurfa ekki lengur að ferðast til fæðingarstaðar á asna en þær þurfa í nokkrum tilfellum að ferðast töluvert. Ef um áhættufæðingu er að ræða þurfa þær að fara til Reykjavíkur og dæmi eru um að konur þurfa að vera fjarri heimili sínu og fjölskyldu jafnvel í nokkrar vikur bæði fyrir og eitthvað eftir fæðingu barns síns. Það er því ánægjulegt að í nýju fæðingarorlofi er gert ráð fyrir fæðingarstyrk í þeim tilvikum og þá er tekið tillit til þess að kona þarf að dvelja í einhvern tíma fyrir áætlaðan fæðingardag fjarri heimili sínu. Framsókn og fæðingarorlof Það kemur ekki á óvart að breytingum á fæðingarorlofinu sé komið í framkvæmd á vakt Framsóknarflokksins í ráðuneytinu. Framsóknarflokkurinn hefur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta réttindi verðandi foreldra, það var Páll Pétursson þáverandi félagsmálaráðherra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka foreldraorlof. Það þótti mikilvægt að binda í lög rétt barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns. Tímamótaáfangi Í sameiginlegri umsögn prófessors í félagsráðgjöf og dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands um frumvarpið kemur meðal annars fram að lengingin á rétti foreldra til fæðingarorlofs sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sé tímamótaáfangi til hagsbóta fyrir fjölskyldur í þágu hagsmuna barna og foreldrajafnréttis. Jafnframt kemur fram að ítrekaðar kannanir meðal foreldra sýni að sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs sé sérstaklega mikilvægur þegar fjölskyldur deila ekki lögheimili, en stór hluti feðra sem deilir ekki lögheimili með börnum sínum nýtir sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Bilið brúað Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. En fæðingarorlof verður að endurspegla samfélagsgerð á hverjum tíma og því er nauðsynlegt að taka þessi mál upp reglulega til að bæta og aðlaga. Til hamingju með þetta mikilvæga skref í velferð barna og með því er líka verið að stíga mikilvægt skref í jafnrétti foreldra til að njóta samvista við nýjan fjölskyldumeðlim. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun