Trump sagður ætla að náða fyrrverandi ráðgjafa sinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 10:31 Michael Flynn, fyrrverandi undirhershöfðingi, entist aðeins 24 daga í starfi þjóðaröryggisráðgjafa Trump eftir að í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sem hann átti við sendiherra Rússlands eftir kosningarnar 2016 en áður en Trump tók við völdum. vísir/EPA Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. Flynn játaði í tvígang að hafa logið að alríkislögreglumönnum um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við völdum. Mál Flynn hefur velkst um fyrir alríkisdómstól eftir að dómsmálaráðuneyti Trump ákvað óvænt að draga til baka ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum í maí. Dómarinn í málinu lagðist gegn því. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru í máli þar sem játning liggur fyrir. Saksóknarar ráðuneytisins voru sagðir ósáttir við ákvörðunina og telja hana benda til pólitískra afskipta. Áður hafði Flynn reynt að draga játningar sínar til baka og hóf að halda því fram að hann væri fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar og saksóknara. Lögmenn Trump forseta sem reyna að hnekkja úrslitum forsetakosninganna úthýstu Sidney Powell, lögmanni Flynn, í vikunni en hún hefur haldið fram framandlegum samsæriskenningum um meint kosningasvik. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump ætli sér að náða Flynn og nokkra aðra einstaklinga áður en hann lætur af embætti 20. janúar. Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Flynn. Fráfarandi Bandaríkjaforsetar hafa stundum nýtt lokadaga sína í embætti til þess að náða fólk. Bill Clinton sætti harðri gagnrýni þegar hann náðaði auðugan kaupsýslumann sem hafði látið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið. Áður hefur Trump náðað eða mildað refsingu yfir bandamönnum sínum. Hann mildaði dóm yfir Roger Stone, vini sínum og ráðgjafa, sem var dæmdur sekur fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal að ógna vitni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. Flynn játaði í tvígang að hafa logið að alríkislögreglumönnum um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við völdum. Mál Flynn hefur velkst um fyrir alríkisdómstól eftir að dómsmálaráðuneyti Trump ákvað óvænt að draga til baka ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum í maí. Dómarinn í málinu lagðist gegn því. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru í máli þar sem játning liggur fyrir. Saksóknarar ráðuneytisins voru sagðir ósáttir við ákvörðunina og telja hana benda til pólitískra afskipta. Áður hafði Flynn reynt að draga játningar sínar til baka og hóf að halda því fram að hann væri fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar og saksóknara. Lögmenn Trump forseta sem reyna að hnekkja úrslitum forsetakosninganna úthýstu Sidney Powell, lögmanni Flynn, í vikunni en hún hefur haldið fram framandlegum samsæriskenningum um meint kosningasvik. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump ætli sér að náða Flynn og nokkra aðra einstaklinga áður en hann lætur af embætti 20. janúar. Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Flynn. Fráfarandi Bandaríkjaforsetar hafa stundum nýtt lokadaga sína í embætti til þess að náða fólk. Bill Clinton sætti harðri gagnrýni þegar hann náðaði auðugan kaupsýslumann sem hafði látið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið. Áður hefur Trump náðað eða mildað refsingu yfir bandamönnum sínum. Hann mildaði dóm yfir Roger Stone, vini sínum og ráðgjafa, sem var dæmdur sekur fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal að ógna vitni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00