Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 21:30 Skotar hafa samþykkt lög sem kveða á um að öllum þeim sem á þurfi að halda verði tryggðar gjaldfrjálsar tíðarvörur. Getty Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Það var Monica Lennon, þingkona Verkamannaflokksins, sem lagði fram frumvarpið en hún hefur frá árinu 2016 barist fyrir því að binda endi á svokallaða „blæðinga-fátækt“ (e. period poverty). Hún segir löggjöfina „praktíska og framsækna“ sem ekki sé síður áríðandi nú á tímum heimsfaraldurs. „Blæðingar hætta ekki þrátt fyrir heimsfaraldur og vinnan að því að bæta aðgengi að nauðsynlegum túrtöppum, dömubindum og margnota tíðarvörum hefur aldrei áður verið mikilvægari,“ er haft eftir Lennon í frétt BBC. „Blæðinga-fátækt,“ vísar til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynlegar tíðarvörur sökum lágra tekna. Sé miðað við að blæðingar standi að jafnaði yfir í fimm daga má ætla að kostnaður vegna tíðarvara í hverjum tíðarhring nemi allt að átta pundum samkvæmt frétt BBC, eða um 1.450 íslenskum krónum. Samkvæmt rannsókn sem náði til ríflega tvö þúsund þátttakenda sögðust einn af hverjum fjórum þátttakendum sem stunda nám í framhalds- eða háskóla eiga erfitt með að leggja út fyrir tíðarvörum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 10% stúlkna á Bretlandi ekki efni á tíðarvörum, 15% segjast eiga erfitt með að leggja út fyrir slíkum vörum og 19% segjast kaupa óhentugri en ódýrari vöru í ljósi kostnaðar þeirrar vöru sem þær vildu heldur nota. Finna fyrir skömm Auk þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðarvörur er frumvarpinu ætlað að taka á fordómum gegn blæðingum. Rannsakendur segja þetta vandamál einkum eiga við um ungar stúlkur en samkvæmt rannsókninni höfðu 71% stúlkna á aldrinum 14-21 árs fundið fyrir skömm við það að kaupa tíðarvörur. Líkt og áður segir leggur frumvarpið þá skyldu á herðar 32 sveitarstjórnum í Skotlandi að tryggja öllum sem á þurfa að halda aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum. Það verður síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig komið að ákveða með hvaða hætti þetta aðgengi verður tryggt. Þessi nýju lög í Skotlandi hafa vakið umræðu víðar um heim, meðal annars í Danmörku en Danska ríkisútvarpið hélt úti umræðuþræði í beinni útsendingu á vef sínum í kvöld um það hvort tíðarvörur ættu að vera gjaldfrjálsar í Danmörku þar sem lesendum gafst tækifæri til að senda inn spurningar og taka þátt í umræðunni. Alþingi samþykkti í fyrra frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra og tóku lögin þegar gildi. Skattar og tollar Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Það var Monica Lennon, þingkona Verkamannaflokksins, sem lagði fram frumvarpið en hún hefur frá árinu 2016 barist fyrir því að binda endi á svokallaða „blæðinga-fátækt“ (e. period poverty). Hún segir löggjöfina „praktíska og framsækna“ sem ekki sé síður áríðandi nú á tímum heimsfaraldurs. „Blæðingar hætta ekki þrátt fyrir heimsfaraldur og vinnan að því að bæta aðgengi að nauðsynlegum túrtöppum, dömubindum og margnota tíðarvörum hefur aldrei áður verið mikilvægari,“ er haft eftir Lennon í frétt BBC. „Blæðinga-fátækt,“ vísar til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynlegar tíðarvörur sökum lágra tekna. Sé miðað við að blæðingar standi að jafnaði yfir í fimm daga má ætla að kostnaður vegna tíðarvara í hverjum tíðarhring nemi allt að átta pundum samkvæmt frétt BBC, eða um 1.450 íslenskum krónum. Samkvæmt rannsókn sem náði til ríflega tvö þúsund þátttakenda sögðust einn af hverjum fjórum þátttakendum sem stunda nám í framhalds- eða háskóla eiga erfitt með að leggja út fyrir tíðarvörum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 10% stúlkna á Bretlandi ekki efni á tíðarvörum, 15% segjast eiga erfitt með að leggja út fyrir slíkum vörum og 19% segjast kaupa óhentugri en ódýrari vöru í ljósi kostnaðar þeirrar vöru sem þær vildu heldur nota. Finna fyrir skömm Auk þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðarvörur er frumvarpinu ætlað að taka á fordómum gegn blæðingum. Rannsakendur segja þetta vandamál einkum eiga við um ungar stúlkur en samkvæmt rannsókninni höfðu 71% stúlkna á aldrinum 14-21 árs fundið fyrir skömm við það að kaupa tíðarvörur. Líkt og áður segir leggur frumvarpið þá skyldu á herðar 32 sveitarstjórnum í Skotlandi að tryggja öllum sem á þurfa að halda aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum. Það verður síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig komið að ákveða með hvaða hætti þetta aðgengi verður tryggt. Þessi nýju lög í Skotlandi hafa vakið umræðu víðar um heim, meðal annars í Danmörku en Danska ríkisútvarpið hélt úti umræðuþræði í beinni útsendingu á vef sínum í kvöld um það hvort tíðarvörur ættu að vera gjaldfrjálsar í Danmörku þar sem lesendum gafst tækifæri til að senda inn spurningar og taka þátt í umræðunni. Alþingi samþykkti í fyrra frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra og tóku lögin þegar gildi.
Skattar og tollar Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira