Sex hafi smitast í fámennu fertugsafmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:49 Kristín Soffía Jónsdóttir talaði vinkonur sínar af því að hittast um helgina. Þá er fertugsafmæli sem kærasti vinkonu hennar ætlaði að mæta í mögulega í uppnámi. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greinir frá afmælisveislu liðna helgi þar sem að minnsta kosti sex smituðust af Covid-19. Hún hefur varað vini við boðum komandi helgi og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira