Ævar Annel gaf sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 14:26 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti þessar myndir af Ævari Annel Valgarðssyni þegar lýst var eftir honum föstudaginn 20. nóvember. Lögreglan Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar. Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að Ævar Annel hafi gefið sig fram. Hann sé nú í haldi lögreglu og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Rannsókn á ofbeldismáli Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist leitin að Ævari Annel rannsókn lögreglu á máli tæplega þrítugs karlmanns, lærðs bardagaíþróttamanns, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Meðal gagna í málinu er myndband sem bardagamaðurinn birti af sér ráðast á Ævar Annel. Bardagamaðurinn birti myndband á Facebook-síðu sinni sunnudaginn 15. nóvember þar sem það var sýnilegt í vel á annan sólarhring. Bardagamaðurinn var handtekinn ásamt öðrum manni og færður til skýrslutöku en svo sleppt. Myndbandið var fjarlægt í framhaldi af handtöku bardagamannsins. Tveimur dögum síðar, þriðjudaginn 17. nóvember, var bensínsprengju kastað inn í íbúð í fjölbýlishús við Friggjarbrunn í Úlfarsárdal og kviknaði í. Bardagamaðurinn mun hafa búið í íbúðinni en enginn var á vettvangi þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Hratt gekk að slökkva eldinn. Í gæsluvarðhaldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst svo í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir að kvöldi fimmtudagsins 19. nóvember sem stóðu fram á nótt. Ráðist var í húsleitir og tveir karlmenn á þrítugsaldri handteknir. Bardagaíþróttamaðurinn er annar þeirra en fréttastofa þekkir ekki deili á hinum. Sá fyrrnefndi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Móðir Ævars Annels sagði í samtali við Vísi í gær að hún vonaði að Ævar Annel gæfi sig fram. Hún vissi að það væri í lagi með hann en ekki hvar hann héldi sig. Lögreglumál Tengdar fréttir Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum. 25. nóvember 2020 12:31 Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að Ævar Annel hafi gefið sig fram. Hann sé nú í haldi lögreglu og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Rannsókn á ofbeldismáli Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist leitin að Ævari Annel rannsókn lögreglu á máli tæplega þrítugs karlmanns, lærðs bardagaíþróttamanns, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Meðal gagna í málinu er myndband sem bardagamaðurinn birti af sér ráðast á Ævar Annel. Bardagamaðurinn birti myndband á Facebook-síðu sinni sunnudaginn 15. nóvember þar sem það var sýnilegt í vel á annan sólarhring. Bardagamaðurinn var handtekinn ásamt öðrum manni og færður til skýrslutöku en svo sleppt. Myndbandið var fjarlægt í framhaldi af handtöku bardagamannsins. Tveimur dögum síðar, þriðjudaginn 17. nóvember, var bensínsprengju kastað inn í íbúð í fjölbýlishús við Friggjarbrunn í Úlfarsárdal og kviknaði í. Bardagamaðurinn mun hafa búið í íbúðinni en enginn var á vettvangi þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Hratt gekk að slökkva eldinn. Í gæsluvarðhaldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst svo í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir að kvöldi fimmtudagsins 19. nóvember sem stóðu fram á nótt. Ráðist var í húsleitir og tveir karlmenn á þrítugsaldri handteknir. Bardagaíþróttamaðurinn er annar þeirra en fréttastofa þekkir ekki deili á hinum. Sá fyrrnefndi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Móðir Ævars Annels sagði í samtali við Vísi í gær að hún vonaði að Ævar Annel gæfi sig fram. Hún vissi að það væri í lagi með hann en ekki hvar hann héldi sig.
Lögreglumál Tengdar fréttir Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum. 25. nóvember 2020 12:31 Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum. 25. nóvember 2020 12:31
Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49