Vilja banna meint „ástarjíhad“ á Indlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 14:38 Múslimakonur við bænir í indverska hluta Kasmírhéraðs. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Trúskipti við giftingu verða nú refsiverð að viðlagðri eins til tíu ára fangelsisvist í Uttar Pradesh, þar sem fleiri en 200 milljónir manna, búa eftir að ríkisstjórnin þar samþykkt ný lög á þriðjudag, að sögn Washington Post. Með lögunum yrðu hjónabönd fólks þar sem kona skipti um trú gagngert til að giftast einnig ógilt. Ríkisstjóri á enn eftir að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Róttækir hindúar eru að undanförnu sagðir ala á samsæriskenningu um það sem þeir kalla „ástarjíhad“ þar sem múslimakarla giftast hindúakonum. Yogi Adityanath, róttækur hindúamunkur, hótaði þeim sem slíkt gerðu dauða. Ásakanir af þessu tagi eru sagðar orðnar algengar innan raða Bharatiya Janata, stjórnarflokks Indlands, en þær þrifust áður aðeins á jaðrinum á meðal þjóðernissinnaðra hindúa. Flokkurinn reynir nú að setja lög til að glíma við meint vandamálið í nokkrum ríkjum. Hugmyndirnar um að múslimar reyni að snúa konum frá hindúatrú með því að giftast þeim eru stoðlausar að sögn sérfræðinga. Ráðherra í landsstjórninni sagði þinginu fyrr á þessu ári að ekkert slíkt tilfelli hefði verið skráð hjá alríkisyfirvöld og að hugtakið „ástarjíhad“ væri ekki til í indverskum lagabókstaf. Ellefu tilfelli um að konur hefðu skipt um trúarbrögð við giftingu fundust í Kerala-ríki árið 2018 en ekkert bendi til þess að það hefðu þær gert nauðugar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg pör á Indlandi eru af ólíkum trúarbrögðum. Rannsókn sem byggðist á gögnum frá árinu 2005 benti til þess að um 2% hjóna aðhylltust ekki sömu trúarbrögðin. Pör af ólíkri trúa hafa lengi sætt áreitni og jafnvel líflátshótunum á Indlandi, ekki síst frá öfgasinnuðum hindúum. Afgerandi meirihluti Indverja eru hindúar en múslimar eru fjölmennasti minnihlutahópurinn í landinu. Spenna á milli ólíkra trúarhópa hefur farið vaxandi á Indlandi undanfarin misseri. Ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra hefur verið sökuð um að ala á tortryggni í garð múslima og að beita þá misrétti. Mikil mótmælaalda gekk yfir Indland vegna laga stjórnar Modi um að veita öllum þeim sem komu ólöglega til Indlands frá nágrannalöndum þar sem múslimar eru í meirihluta ríkisborgararétt nema múslimum. Indland Trúmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Trúskipti við giftingu verða nú refsiverð að viðlagðri eins til tíu ára fangelsisvist í Uttar Pradesh, þar sem fleiri en 200 milljónir manna, búa eftir að ríkisstjórnin þar samþykkt ný lög á þriðjudag, að sögn Washington Post. Með lögunum yrðu hjónabönd fólks þar sem kona skipti um trú gagngert til að giftast einnig ógilt. Ríkisstjóri á enn eftir að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Róttækir hindúar eru að undanförnu sagðir ala á samsæriskenningu um það sem þeir kalla „ástarjíhad“ þar sem múslimakarla giftast hindúakonum. Yogi Adityanath, róttækur hindúamunkur, hótaði þeim sem slíkt gerðu dauða. Ásakanir af þessu tagi eru sagðar orðnar algengar innan raða Bharatiya Janata, stjórnarflokks Indlands, en þær þrifust áður aðeins á jaðrinum á meðal þjóðernissinnaðra hindúa. Flokkurinn reynir nú að setja lög til að glíma við meint vandamálið í nokkrum ríkjum. Hugmyndirnar um að múslimar reyni að snúa konum frá hindúatrú með því að giftast þeim eru stoðlausar að sögn sérfræðinga. Ráðherra í landsstjórninni sagði þinginu fyrr á þessu ári að ekkert slíkt tilfelli hefði verið skráð hjá alríkisyfirvöld og að hugtakið „ástarjíhad“ væri ekki til í indverskum lagabókstaf. Ellefu tilfelli um að konur hefðu skipt um trúarbrögð við giftingu fundust í Kerala-ríki árið 2018 en ekkert bendi til þess að það hefðu þær gert nauðugar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg pör á Indlandi eru af ólíkum trúarbrögðum. Rannsókn sem byggðist á gögnum frá árinu 2005 benti til þess að um 2% hjóna aðhylltust ekki sömu trúarbrögðin. Pör af ólíkri trúa hafa lengi sætt áreitni og jafnvel líflátshótunum á Indlandi, ekki síst frá öfgasinnuðum hindúum. Afgerandi meirihluti Indverja eru hindúar en múslimar eru fjölmennasti minnihlutahópurinn í landinu. Spenna á milli ólíkra trúarhópa hefur farið vaxandi á Indlandi undanfarin misseri. Ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra hefur verið sökuð um að ala á tortryggni í garð múslima og að beita þá misrétti. Mikil mótmælaalda gekk yfir Indland vegna laga stjórnar Modi um að veita öllum þeim sem komu ólöglega til Indlands frá nágrannalöndum þar sem múslimar eru í meirihluta ríkisborgararétt nema múslimum.
Indland Trúmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira