Vilja banna meint „ástarjíhad“ á Indlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 14:38 Múslimakonur við bænir í indverska hluta Kasmírhéraðs. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Trúskipti við giftingu verða nú refsiverð að viðlagðri eins til tíu ára fangelsisvist í Uttar Pradesh, þar sem fleiri en 200 milljónir manna, búa eftir að ríkisstjórnin þar samþykkt ný lög á þriðjudag, að sögn Washington Post. Með lögunum yrðu hjónabönd fólks þar sem kona skipti um trú gagngert til að giftast einnig ógilt. Ríkisstjóri á enn eftir að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Róttækir hindúar eru að undanförnu sagðir ala á samsæriskenningu um það sem þeir kalla „ástarjíhad“ þar sem múslimakarla giftast hindúakonum. Yogi Adityanath, róttækur hindúamunkur, hótaði þeim sem slíkt gerðu dauða. Ásakanir af þessu tagi eru sagðar orðnar algengar innan raða Bharatiya Janata, stjórnarflokks Indlands, en þær þrifust áður aðeins á jaðrinum á meðal þjóðernissinnaðra hindúa. Flokkurinn reynir nú að setja lög til að glíma við meint vandamálið í nokkrum ríkjum. Hugmyndirnar um að múslimar reyni að snúa konum frá hindúatrú með því að giftast þeim eru stoðlausar að sögn sérfræðinga. Ráðherra í landsstjórninni sagði þinginu fyrr á þessu ári að ekkert slíkt tilfelli hefði verið skráð hjá alríkisyfirvöld og að hugtakið „ástarjíhad“ væri ekki til í indverskum lagabókstaf. Ellefu tilfelli um að konur hefðu skipt um trúarbrögð við giftingu fundust í Kerala-ríki árið 2018 en ekkert bendi til þess að það hefðu þær gert nauðugar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg pör á Indlandi eru af ólíkum trúarbrögðum. Rannsókn sem byggðist á gögnum frá árinu 2005 benti til þess að um 2% hjóna aðhylltust ekki sömu trúarbrögðin. Pör af ólíkri trúa hafa lengi sætt áreitni og jafnvel líflátshótunum á Indlandi, ekki síst frá öfgasinnuðum hindúum. Afgerandi meirihluti Indverja eru hindúar en múslimar eru fjölmennasti minnihlutahópurinn í landinu. Spenna á milli ólíkra trúarhópa hefur farið vaxandi á Indlandi undanfarin misseri. Ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra hefur verið sökuð um að ala á tortryggni í garð múslima og að beita þá misrétti. Mikil mótmælaalda gekk yfir Indland vegna laga stjórnar Modi um að veita öllum þeim sem komu ólöglega til Indlands frá nágrannalöndum þar sem múslimar eru í meirihluta ríkisborgararétt nema múslimum. Indland Trúmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Trúskipti við giftingu verða nú refsiverð að viðlagðri eins til tíu ára fangelsisvist í Uttar Pradesh, þar sem fleiri en 200 milljónir manna, búa eftir að ríkisstjórnin þar samþykkt ný lög á þriðjudag, að sögn Washington Post. Með lögunum yrðu hjónabönd fólks þar sem kona skipti um trú gagngert til að giftast einnig ógilt. Ríkisstjóri á enn eftir að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Róttækir hindúar eru að undanförnu sagðir ala á samsæriskenningu um það sem þeir kalla „ástarjíhad“ þar sem múslimakarla giftast hindúakonum. Yogi Adityanath, róttækur hindúamunkur, hótaði þeim sem slíkt gerðu dauða. Ásakanir af þessu tagi eru sagðar orðnar algengar innan raða Bharatiya Janata, stjórnarflokks Indlands, en þær þrifust áður aðeins á jaðrinum á meðal þjóðernissinnaðra hindúa. Flokkurinn reynir nú að setja lög til að glíma við meint vandamálið í nokkrum ríkjum. Hugmyndirnar um að múslimar reyni að snúa konum frá hindúatrú með því að giftast þeim eru stoðlausar að sögn sérfræðinga. Ráðherra í landsstjórninni sagði þinginu fyrr á þessu ári að ekkert slíkt tilfelli hefði verið skráð hjá alríkisyfirvöld og að hugtakið „ástarjíhad“ væri ekki til í indverskum lagabókstaf. Ellefu tilfelli um að konur hefðu skipt um trúarbrögð við giftingu fundust í Kerala-ríki árið 2018 en ekkert bendi til þess að það hefðu þær gert nauðugar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg pör á Indlandi eru af ólíkum trúarbrögðum. Rannsókn sem byggðist á gögnum frá árinu 2005 benti til þess að um 2% hjóna aðhylltust ekki sömu trúarbrögðin. Pör af ólíkri trúa hafa lengi sætt áreitni og jafnvel líflátshótunum á Indlandi, ekki síst frá öfgasinnuðum hindúum. Afgerandi meirihluti Indverja eru hindúar en múslimar eru fjölmennasti minnihlutahópurinn í landinu. Spenna á milli ólíkra trúarhópa hefur farið vaxandi á Indlandi undanfarin misseri. Ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra hefur verið sökuð um að ala á tortryggni í garð múslima og að beita þá misrétti. Mikil mótmælaalda gekk yfir Indland vegna laga stjórnar Modi um að veita öllum þeim sem komu ólöglega til Indlands frá nágrannalöndum þar sem múslimar eru í meirihluta ríkisborgararétt nema múslimum.
Indland Trúmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira